Tónleikar

Tónleikar

Nemendur á söngnámskeiði Söngskólans í Reykjavík syngja á tónleikum í Hásal, þriðjudaginn 25. apríl kl. 19:30. Elín Guðmundsdóttir leikur á píanóið með nemendunum

Frítt inn og allir velkomnir

Íris Erlingsdóttir hefur umsjón með tónleikunum

Systkinatónleikar í Fella- og hólakirkju

Systkinatónleikar í Fella- og hólakirkju

Systkinin Guðfinnur og Kristín Sveinsbörn halda tónleika í Fella- og hólakirkju, á fimmtudaginn 20. apríl kl. 20:00. Þetta er þriðja árið í röð sem þau halda Systkinatónleika saman.
Þau eru bæði fyrrum nemendur við Söngskólann í Reykjavík, Guðfinnur var nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttir en Kristín var nemandi Hörpu Harðardóttur. Kristinn Örn Kristinsson, meðleikari við skólann, spilar á píanóið með þeim á tónleikunum.

Kristín Sveinsdóttir byrjaði ung að syngja í Langholtskirkju hjá Jóni Stefánssyni. Hún kom því með gott veganesti inní Söngskólann í Reykjavík, árið 2008. Kristín hefur átt mjög spennandi og fjölbreytt líf í sönglistinni, m.a. ferðaðist hún í kringum heiminn með Björk Guðmundsdóttir vegna Biophilia. Árið 2015-2016, var Kristín meðlimur í Scala-academíunni, þar sem hún stóð sig einstaklega vel í hlutverki Annarra dömu í Töfraflautunni eftir Mozart – svo vel að henni var boðið að syngja einnig í Brúðkaupi Fígarós.

Kristín hafði töluverð áhrif á stóra bróður sinn, Guðfinn. Hún heyrði á talrödd hans að hann gæti líklega sungið og plataði hann í inntökupróf fyrir kórinn í Langholtskirkju. Sjálfur segist Guðfinnur ekkert hafa sungið áður en hann stóð fyrir framan Jón Stefánsson og Ólöfu Kolbrúnu og söng sig inní kórinn. Á æfingum í kórnum sat Guðfinnur á milli efnilegra bassa-söngvara, þeirra Andra Björns og Oddi Arnþóri og heyrði því strax hvernig góður söngur ætti að hljóma. Meistaraverkin sem hann söng með kórnum vöktu áhuga Guðfinns á frekari söngnámi og hann hóf nám við Söngskólann í Reykjavík árið 2013. Eins og systir hans, hafði Guðfinnur töluverðan bakgrunn í tónlist. Hann spilaði á gítar og píanó í post-rock sveitinni For a Minor Reflection. Árið 2015 tók hann svo þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Fjaðrir. Guðfinnur samdi lag og texta ásamt Hildi Kristínu Stefánsdóttur. Þau vöktu verðskuldaða athygli fyrir lagið og komust á úrslitakvöldið.
Í haust flytur Guðfinnur til Vínar til að stunda söngnám við MUK. Þau systkinin verða því bæði búsett í þeirri borg en Kristín stundar nú þegar nám við tónlistarháskólann í Vín. Það verður gaman að fylgjast með gengi þeirra beggja á komandi árum.

Mikill metnaður liggur á bak við tónleikana hjá þeim systkinum. Þau hafa gert það að hefð að fá ung tónskáld til að semja dúett í tilefni tónleikanna og að þessu sinni frumflytja þau verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. Til gamans má geta að Hreiðar er einnig fyrrum nemandi Söngskólans í Reykjavík.
Í fyrra var uppselt á tónleikana þeirra og því mælum við með að fólk tryggji sér miða á:
https://www.tix.is/is/event/3966/systkinatonleikar-a-sumardaginn-fyrsta/

Það verður notalegt að hlusta á þessi frábæru systkini syngja sumarið inn.

Tónleikar

Tónleikar

Miðdeildarnemendur syngja á tónleikum í Snorrabúð, miðvikudaginn 5. apríl kl. 18:00.

Frítt inn og allir velkomnir

Söngvarar:
Ásta Kristín Guðrúnardóttir
Halldóra Björg Jónasdóttir
Hulda Margrét Birkisdóttir
Íris Sveinsdóttir
Jóhanna Clara Lauth
Katrín Eir Óðinsdóttir
Ólafur Freyr Birkisson
Sigrún Símonardóttir

Harpa Harðardóttir hefur umsjón með tónleikunum

Hólmfríður Sigurðardóttir leikur á píanóið með nemendunum

Umsóknir fyrir komandi skólaár

Umsóknir fyrir komandi skólaár

Það er opið fyrir umsóknir fyrir skólaárið 2017-2018

Stutt lýsing á námi og námsgjaldi við Söngskólann í Reykjavík

Nemendur við skólann þurfa að standast inntökupróf. Þeim sem hafa aðra menntun á sviði tónlistar gefst kostur á stöðuprófum.

Söngskólinn bíður uppá almennt tónlistarnám, undirbúningsnám eða tómstundanám í formi námskeiða. Einnig er reglulegu boðið uppá meistara-námskeið, undir leiðsögn virtra gestakennara.

Námsleiðir við Söngskólans í Reykjavík:
Söngnámskeið 7 vikna námskeið
Unglingadeild Grunnnám
Almenn deild Grunnnám, miðnám og framhaldsnám.
Háskóladeild Nám til einsöngvaraprófs og/eða söngkennaraprófs.

Söngnámskeið – hvert námskeið stendur í 7 vikur
Námskeiðsgjald veturinn 2017 – 2018 49.500 kr.

Grunnnám í unglingadeild
Skólagjald fyrir veturinn 2017 – 2018 Yngri deild (11 – 13 ára) 165.000 kr.
Skólagjald fyrir veturinn 2017 – 2018 Eldri deild (14 – 15 ára) 185.000 kr.

Grunnnám í almennri deild (hálft nám)
Skólagjald fyrir veturinn 2017 – 2018 240.000 kr.

Grunnnám og Miðnám í almennri deild (fullt nám)
Skólagjald fyrir veturinn 2017 – 2018 330.000 kr.

Framhaldsdeild og Háskóladeild
Skólagjald fyrir veturinn 2017 – 2018 395.000 – 435.000 kr.


Nánari upplýsingar um námið:

http://www.songskolinn.is/almennt-nam/

Umsóknum má skila á heimasíðu
http://www.songskolinn.is/umsokn-um-skolavist/

Nánari upplýsingar á skrifstofu Söngskólans í Reykjavík
Alla virka daga kl. 10:00 – 17:00
Sími: 552-7366