Dömurnar þrjár

Dömurnar þrjár

14639895_10154103323357547_7028205738774992280_nUnglist 2016 – Listahátið ungs fólks verður haldin 4 til 12 nóvember 2016

Fastur liður hátíðarinnar eru klassískir tónleikar sem verða að þessu sinni í Dómkirkjunni sunnudaginn 6. Nóv kl. 20:00.   –     http://hitthusid.is/unglist/

Meðal efnis á tónleikunum:
Söngvarar frá Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík flytja kvintett úr Töfraflautunni eftir Mozart.
– Sú ópera er í uppsiglingu hjá Nemendaóperunni og fer á fjalirnar í febrúar n.k.

Þeir sem flytja kvintettinn eru:

Salný Vala Óskarsdóttir         1.dama
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir  2.dama
Jara Hilmarsdóttir                  3.dama
Einar Dagur Jónsson              Tamino
Birgir Stefánsson                     Papageno

Leikstjóri:                             Sibylle Köll

Tónlistarstjóri og píanóleikari:    Hrönn Þráinsdóttir

Fyrirlestur í Snorrabúð

Fyrirlestur í Snorrabúð

fraedslufundur-um-kynareiti
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands var með fyrirlestur á grunni Jafnréttisstofu og Reykjavíkurborgar fyrir nemendur og kennara Söngskólans í tónleikasal skólans, Snorrabúð, miðvikudaginn 19. okt.

undir yfirskriftinni:

“Hvernig þekki ég einkenni kynferðislegrar áreitni?”

Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og spunnust umræður milli fundarmanna og spurningar komu fram, frá áheyrendum.

 Söngskólinn vill koma á framfæri þakklæti til Drífu fyrir fróðlegt erindi og svör við fyrirspurnum.
Verdi Requiem

Verdi Requiem

verdi-requiem-vefaugl-2016Óperukórinn á mjög sterkar rætur í Söngskólanum í Reykjavík.  Þaðan koma, og þar starfa margir kórfélaga og einsöngvara, og stjórnandinn og stofnandi skólans er skólastjórinn – Garðar Cortes

Tónleikarnir eru í minningu Jóns Stefánssonar, sem starfaði við Söngskólann í mörg ár og tengist honum í gegn um nemendur og samstarfsmenn.

Á tónleikunum verður einnig kynnt bók, um ævistarf Jóns Stefánssonar, sem var í smíðum í samstarfi við Jón og er nú verið að gefa út.

Öllum ágóða verður varið í Minningasjóð um Jón Stefánsson sem er í vörslu Listafélags Langholskirkju.
Þá verður og tekið á móti frjálsum framlögum í sjóðinn.