Starfsfólk

 • All
 • Kennarar
 • Skrifstofa
 • Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
  Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
  Söngkennari
 • Elfa Dröfn Stefánsdóttir
  Elfa Dröfn Stefánsdóttir
  Tónfræði og nótnalestur
 • Sigurður Helgi Oddsson
  Sigurður Helgi Oddsson
  Píanóleikari
 • Kristinn Sigmundsson
  Kristinn Sigmundsson
  Söngkennari
 • Kristín R. Sigurðardóttir
  Kristín R. Sigurðardóttir
  Söngkennari
 • Guðmundur Steinn Gunnarsson
  Guðmundur Steinn Gunnarsson
  Tónfræði og Hljómfræði
 • Ágúst Ólafsson
  Ágúst Ólafsson
  Söngkennari
 • Egill Árni Pálsson
  Egill Árni Pálsson
  Söngkennari
 • Kristinn Örn Kristinsson
  Kristinn Örn Kristinsson
  Píanóleikari
 • Ásrún Davíðsdóttir
  Ásrún Davíðsdóttir
  Aðstoðarskólastjóri
 • Bergþór Pálsson
  Bergþór Pálsson
  Söngkennari
 • Þóra Fríða Sæmundsdóttir
  Þóra Fríða Sæmundsdóttir
  Píanóleikari
 • Viðar Gunnarsson
  Viðar Gunnarsson
  Söngkennari
 • Valgerður J. Gunnarsdóttir
  Valgerður J. Gunnarsdóttir
  Söngkennari
 • Signý Sæmundsdóttir
  Signý Sæmundsdóttir
  Söngkennari
 • Sibylle Köll
  Sibylle Köll
  Söngkennari og sviðshreyfingar
 • Íris Erlingsdóttir
  Íris Erlingsdóttir
  Söngkennari
 • Hrönn Þráinsdóttir
  Hrönn Þráinsdóttir
  Píanóleikari
 • Hólmfríður Sigurðardóttir
  Hólmfríður Sigurðardóttir
  Píanóleikari
 • Harpa Harðardóttir
  Harpa Harðardóttir
  Söngkennari
 • Elín Guðmundsdóttir
  Elín Guðmundsdóttir
  Píanóleikari
 • Jón Kristinn Cortez
  Jón Kristinn Cortez
  Deildarstjóri tónfræðideildar
 • Ólöf Kolbrún Harðardóttir
  Ólöf Kolbrún Harðardóttir
  Deildarstjóri söngdeildar
 • Soffía H. Bjarnleifsdóttir
  Soffía H. Bjarnleifsdóttir
  Gjaldkeri
 • Garðar Cortes
  Garðar Cortes
  Skólastjóri
 • Antonia Hevesi
  Antonia Hevesi
  Píanóleikari
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
Söngkennari
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir lauk söng- og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þaðan lá leiðin til Englands þar sem hún nam við Royal College of Music í London, þar lauk hún óperudeild, Artist Diploma og meistaragráðu með alþjóðlegum kennsluréttindum. 
Sigríður Ósk syngur reglulega í óperum, óratoríum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis.  Hún hefur sungið yfir tuttugu óperuhlutverk m. a. Nunna í Love and Other Demons eftir Peter Eötvös undir stjórn Vladimir Yurovsky hjá Glyndebourne Óperunni, hlutverk í Jakob Lenz eftir Wolfang Rihm með English National Opera, Waltraute í Valkyrjunum með LidalNorth-Norske Opera, Arcane í Teseo  með English Touring Opera, Arbate í Mitridate með Classical Opera Company,  Rosinu í Rakaranum frá Sevilla og þriðju dömu í Töfraflautunni með Íslensku Óperunni.
Sigríður Ósk er meðlimur í barokk-bandinu Symphonia Angelica þar sem hún er listrænn stjórnandi ásamt Sigurði Halldórssyni sellóleikara.  
Sigríður Ósk var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2016 fyrir hlutverk Rosinu og fyrir hlutverk í óratoríunni Salómon sem flutt var á Krikjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Hún var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2017 fyrir flutning á kantötunni Lucreziu eftir Handel sem flutt var á Listahátíð í Reykjavík 2016 ásamt Symphonia Angleica.  Árið 2018 var Sigríður Ósk tilnefnd til tónlistarverðlaunanna fyrir kúnspásutónleikana Amoríos þar sem hún kom fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara hjá Íslensku Óperunni.
Sigríður Ósk hefur sungið í virtum tónleikasölum eins og Royal Albert Hall, Kings place og Cadogan Hall í London, þar söng hún ásamt Dame Emma Kirkby en tónleikunum var útvarpað á Classic FM. Hún söng einnig í beinni útsendingu á BBC 3 fyrir hönd the Classical Opera Company. Söng Sigríðar má heyra á geisladiski “Engel Lund’s Book of Folksongs” sem gefinn var út af Nimbus Records. Sigríður Ósk kom fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Klassíkin okkar árið 2016 og 2017.  
Heimasíða: www.sigridurosk.com
Facbook:  https://www.facebook.com/sigriduroskmezzo/
Elfa Dröfn Stefánsdóttir
Tónfræði og nótnalestur
Sigurður Helgi Oddsson
Píanóleikari

Sigurður Helgi Oddsson nam píanóleik hjá Ingibjörgu Pálsdóttur og Elinborgu Sigurgeirsdóttur við Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga og hjá dr. Marek Podhajski, Daníel Þorsteinssyni og Aladár Rácz við Tónlistarskólann á Akureyri. Hann lauk burtfaraprófi þaðan vorið 2004. Auk þessara kennara ber að nefna píanóleikarann Guðjón Pálsson frá Vestmannaeyjum sem segja má að hafi verið hans helsti áhrifavaldur og fyrirmynd á þessum mótunarárum þótt aldrei hafi hann formlega sótt hjá honum tíma.

Á árunum 2008 hélt Sigurður Helgi til framhaldsnáms við Berklee College of Music í Boston þar sem hann lagði stund á djasspíanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðar. Meðal kennara hans voru píanóleikararnir Bob Winter og Neil Olmstead og hljómsveitarstjórinn Isaiah Jackson. Hann lauk þaðan BM gráðu summa cum laude sumarið 2011.

Eftir að heim kom hefur Sigurður Helgi starfað jöfnum höndum sem klassískur og rytmískur píanóleikari ásamt því að stjórna kórum, kenna og semja tónlist í frístundum. Hann var meðal annars um skeið rytmískur píanókennari og meðleikari við Listaskóla Mosfellsbæjar. Þá hefur hann komið að söngleikjauppfærslum hjá áhuga- og atvinnuleikfélögum og komið fram á tónleikum víða sem djasspíanisti, meðleikari, stjórnandi eða hljómsveitarmeðlimur.

Nýjasta ástríða Sigurðar Helga er sveifludansinn Lindy Hop sem hann stundar af elju samhliða tónlistinni. Hann er meðal annars aðalskipuleggjandi alþjóðlegu danshátíðarinnar Lindy on Ice og rekur eigin dansskóla, Sveiflustöðina, sem sérhæfir sig í Lindy Hop, Charleston og sóló djassdansi. Þá kemur hann reglulega fram með hljómsveit sinni, Siggi Swing & His Bluesberries, sem eins og nafnið gefur til kynna leikur blöndu af blús og sveiflutónlist ásamt öðrum tegundum djasstónlistar frá fyrri hluta 20. aldar.

Sigurður Helgi hefur kennt við Söngskólann í Reykjavík frá því í febrúar 2018.

Kristinn Sigmundsson
Söngkennari

Eftir BS próf í líffræði og nokkurra ára starf sem líffræðingur og menntaskólakennari hóf Kristinn nám hjá Guðmundi Jónssyni við Söngskólann Í Reykjavík. Síðan lærði hann hjá Helene Karusso í Vínarborg og John Bullock í Washington DC.

Hann hefur komið fram í óperu- og tónleikahúsum víðsvegar um heim í meir en þrjá áratugi, svo sem New York, San Francisco, Los Angeles, Milano, London, Berlín, Amsterdam, Brüssel, Tokyo og Beijing.

Hann hefur sungið yfir 100 óperuhlutverk. Meðal þeirra má nefna Gurnemanz(Parsifal), König Heinrich(Lohengrin), Daland(Hollendingurinn Fljúgandi), Landgraf(Tannhäuser), König Marke(Tristan og Ísold), Rocco(Fidelio), Baron Ochs (Rósariddarinn), LaRoche (Capriccio), Mephistopheles(Faust) og Osmin (Brottnámið úr kvennabúrinu) Hann hefur haldið marga ljóðatónleika á Íslandi, aðallega með Jónasi Ingimundarsyni. Þeir hljóðrituðu Svanasöng og Vetrarferð Schuberts, auk nokkurra diska með íslenskum og erlendum sönglögum. Hann hefur auk þess tekið upp Vetrarferðina með Víkingi Ólafssyni.

Af öðrum upptökum má nefna

Don Giovanni og Töfraflautuna undir stjórn Arnolds Östman(Decca), Jóhannesar- og Mattheusarpassíu Bachs með Franz Bruggen(Phillips) Szenen aus Goethes Faust eftir Schumann undir stjórn Philippe Heereweghe(Harmonia Mundi), Fidelio undir stjórn Sir Colin Davis(London Symphony Orchestra), Die Gezeichneten eftir Franz Schreker, stj. Lothar Zagrosek(Deutsche Grammophon) The Ghosts of Versailles eftir John Corigliano undir stjórn James Conlon (Los Angeles Óperan). Sú upptaka vann til tvennra Grammy-verðlauna í febrúar 2017

Meðal viðurkenninga sem Kristinn hefur hlotið eru:

1983: Philadelphia Opera prize og Opernwelt-verðlaunin í Belvedere

óperusöngvarakeppninni í Vín

1991: Stämgaffeln – Det klassiska svenska fonogrampriset

1995: Íslensku tónlistarverðlaunin

1995: Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu

2005: Bæjarlistamaður Kópavogs

2010: Íslensku tónlistarverðlaunin

2011: Íslensku tónlistarverðlaunin

2011: Útflutningsverðlaun Forseta Íslands og Íslandsstofu

2015: Grímuverðlaun – Söngvari ársins

2016: Íslensku tónlistarverðlaunin – Heiðursverðlaun.

2017: Grammy awards

Kristín R. Sigurðardóttir
Söngkennari

Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir lauk áttunda stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ragnheiðar Guðmundsdóttur 1993, og nam óperusöng á Ítalíu hjá Rínu Malatrasi. Síðar lauk hún söngkennaraprófi frá Söngskólanum árið 2001 í Reykjavík og naut þá tilsagnar Þuríðar Pálsdóttur. Hún hefur sungið opinberlega á Ítalíu, Færeyjum, Ungverjalandi, Englandi, Tékklandi, Austurríki, Kanada, Þýskalandi, og hér á Íslandi. Meðal hlutverka sem Kristín hefur sungið eru hlutverk Bertu í Rakarinn frá Sevilla, Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós, Fiordiligi í Cosi fan tutte og Donnu Önnu í Don Giovanni. Hún hefur sungið sem einsöngvari í mörgum messum og óratoríum með kórum, hljómsveitum og kammerhópum. Kristín starfar sem einsöngvari og söngkennari. Kenndi m.a. söng við Söngskóla Sigurðar Demetz í 17 ár, við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, á Seyðisfirði í eitt ár, auk þess sem að hafa stjórnað nokkrum kórum. Í dag kennir Kristín söng við Söngskólann í Reykjavík.

Guðmundur Steinn Gunnarsson
Tónfræði og Hljómfræði

Guðmundur nam tómsíðar við Mills College í Oakland í Kaliforníu með Alvin Curran, Fred Frith og John Bischoff. Einnig í Listaháskóla Íslands með Úlfari Haraldssyni og Hilmari Þórðarsyni. Hann hefur þá sótt tíma hjá Atla Ingólfssyni. Guðmundur sótti sumarnámskeið í tónsmíðum í Darmstädt árið 2008, meðal annars með Manos Tsangaris, Marco Stroppa og Brian Ferneyhough. Einnig sótti hann námskeið hjá Karlheinz Stockhausen í Kürten 2004. Þar að auki hefur hann sótt námskeið með Hans Abrahmsen, Helmut Lachenmann, Tristan Murail, Pauline Oliveros og Clarence Barlow.

Guðmundur hefur samið verk fyrir BBC Scottish Symphony, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput hópinn, Ensemble Adapter, Defun Ensemble, l’Arsenale, Kammersveit Reykjavíkur, Nordic Affect Íslenska Flautukórinn Quartet San Francisco, DuoHarpverk, Timo Kinnunen, Mathias Ziegler og Roberto Durante. Tónlist Guðmundar hefur heyrst á hátíðum eins og Tectonics Reykjavík og Glasgow, Transit, November Music, Musikin Aika, Ultima, MATA, Nordlichter Biennale, Thingamajigs Festival, Reno Interdisciplinary Arts Festival, Myrkum Músíkdögum, Frum, Við Djúpið, Iceland Airwaves, Sumartónleikum í Skálholti og á Norrænum músíkdögum. Árið 2014 var hann annar aðalgestafyrirlesara á ISSTA ráðstefnunni í Maynooth á Írlandi

Guðmundur Steinn vann verðlaun í tónsmíðakeppni í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins árið 2011. Hann hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi og víðar m.a. sem meðstofnandi S.L.Á.T.U.R., Fengjastrúts, Jaðarbers og Traktorsins. Hann hefur einnig sinnt verkefnum tengdum íslenskri þjóðlagatónlist þ.á.m. nótnaritun fyrir Segulbandasafn Iðunnar.

Árið 2011 kom út platan Horpma með samnefndu verki hjá útgáfunni Carrier Records í Bandaríkjunum og  í byrjun árs 2017 La noche oscura del alma hjá Tonestrukt Records í sama landi.

 

Heimasíða Guðmundar: gudmundursteinn.net

Annað:

soundcloud.com/gudmundursteinn
gudmundursteinn.bandcamp.com
traktorinn.bandcamp.com
Ágúst Ólafsson
Söngkennari
Egill Árni Pálsson
Söngkennari

Egill lauk 8.stigi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008.  Þaðan lá leiðin til Berlínar þar sem hann bjó og starfaði sem óperu söngvari.  Hann tók þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach.  Í kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti,  Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín.  Egill var fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Meðal hlutverka sem hann hefur sungið: Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og Herzog(Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das Liebesverbot), Bobby(Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua(Rigoletto), Governor/Vanderdendur/Prince Ragotski(Candide), Alfred(Die Fledermaus), Adam(Der Vogelhändler) og fleiri.

Egill hefur ferðast víða til að læra hjá bestu kennurum sem völ er á eins og David L. Jones í New York,  Janet Williams,  Prof.Edwin Scholz og Prof. Wolfgang Millgramm í Berlín.  Að auki hefur hann sótt einkaatíma hjá: Johan Botha, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer-Topsöe og Kiri Te Kanawa.  Meðal stjórnenda sem hann hefur unnið með og sótt tíma hjá eru: Martin Fischer-Dieskau, Kevin McCutcheon, Howard Griffiths og Frank Strobel svo einhverjir séu nefndir.

Egill hefur auk þess lokið 4 ára námi í kennslu og söngtækni við David Jones Voice Studio í New York, og er að ljúka námi til kennsluréttinda hjá Associated Board of the Royal Schools of Music.

Kristinn Örn Kristinsson
Píanóleikari

Píanóleikari lauk lokaprófi við Tónlistarskólann á Akureyri og stundaði eftir það nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Southern Illinois University og St. Louis Conservatory of Music í Bandaríkjunum. Meðal helstu kennara hans má nefna Philip Jenkins, Margréti Eiríksdóttur, Ruth Slenczynska og Joseph Kalichstein.

Eftir að námi lauk kenndi Kristinn við Tónlistarskólann á Akureyri til 1990 en þá gerðist hann skólastjóri og kennari við Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins í Reykjavík.
Árið 1998 stofnaði hann ásamt fleirum Allegro Suzukitónlistarskólann í Reykjavík og hefur starfað þar síðan.

Kristinn Örn var einnig um árabil meðleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann lék iðulega með útskriftarnemum. Hann starfaði sem skólastjóri við Tónskóla Þjóðkirkjunnar frá 2002-2006 en frá hausti 2006 var hann ráðinn í fullt starf sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík.

Kristinn Örn hlaut starfslaun listamanna 1996, gaf út hljómdiskinn Píanólögin okkar ári síðar og bókina Suzuki tónlistaruppeldi 1998. Hann hefur komið víða fram á tónleikum með ýmsum hljóðfæraleikurum og söngvurum, leikið inn á hljómdiska og tekið upp fyrir útvarp.

Ásrún Davíðsdóttir
Aðstoðarskólastjóri

Ásrún Davíðsdóttir er fædd á Neskaupstað og hóf þar tónlistrnám ung að árum, hjá Jóni Ásgeirssyni tónskáldi, sama ár og tónlistarskóli var stofnaður á staðnum.  Ásrún hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík við stofnun hans 1973, lauk söngkennaraprófi LRSM 1979 og einsöngvaraprófi LRSM 1980, aðalkennarar Þuríður Pálsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hún hóf störf sem skólaritari við Söngskólann jafnframt námi sínu þar árið 1975 og hefur starfað við skólann síðan, fyrst sem söngkennari en nú sem aðstoðarskólastjóri. Hún stundaði framhaldsnám árið 1983 hjá prof. Helene Karusso í Vínarborg og hefur einnig sótt ýmis námskeið hér heima og erlendis.

Ásrún átti sæti í stjórn Íslensku óperunnar frá stofnun hennar til ársins 2000.  Hún hefurátt sæti í stjórn og gengt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Félag íslenskra leikara og Samtök tónlistarskólastjóra. Hún hefur sungið í fjölmörgum sýningum Íslensku óperunnar, bæði kór- og einsöngshlutverk, sungið í Kór Söngskólans í Reykjavík og Þjóðleikhúskórnum. Hún er nú félagi í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes.

Bergþór Pálsson
Söngkennari

Bergþór Pálsson lauk B.M. og mastersgráðu frá Indiana University og leiklistarnámi frá Drama Studio London. Meðal óperuhlutverka hans má nefna titilhlutverkið í Évgéní Ónégín eftir Tsjækofskí, titilhlutverkið í Don Giovanni, Almaviva greifa í Brúðkaupi Fígarós, Papagenó í Töfraflautunni og Don Alfonso íCosì fan tutte eftir Mozart, Malatesta í Don Pasquale, Enrico í Lucìa di Lammermoor og Dulcamara í Ástardrykknum eftir Donizetti, Germont í La traviata eftir Verdi, Sharpless í Madama Butterfly, Marcello í La Bohèmeeftir Puccini og Dandini í Öskubusku eftir Rossini. Bergþór hefur haldið fjölda einsöngstónleika, sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur svo og einsöng í mörgum kórverkum, t.d. í Messíasi Händels, Mattheusarpassíu, Jóhannesarpassíu og Jólaóratóríu Bachs, Sköpuninni og Árstíðunum eftir Haydn, Sálumessu Mozarts og Elíaeftir Mendelssohn.

Bergþór söng hlutverk Monterone í Rigoletto hjá Íslensku óperunni haustið 2010 og hlutverk Benoît og Alcindoro í La Bohème vorið 2012. Í vetur hefur hann farið með hlutverk barónsins í Jeppa á Fjalli í uppfærslu Borgarleikhússins.

[Tekið af heimasíðu Íslensku óperunnar]

Þóra Fríða Sæmundsdóttir
Píanóleikari

Píanóleikari

Viðar Gunnarsson
Söngkennari

Viðar Gunnarsson stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans og síðar framhaldsnám hjá dr. Folke Sällström í Stokkhólmi á árunum 1981 til 1984. Viðar var ráðinn óperusöngvari við Kammeróperuna og Schönbrunner Schloßtheater í Vínarborg 1989-1990 og var fastráðinn við Ríkisleikhúsið í Wiesbaden á árunum 1990 til 1995.  Auk þess hefur Viðar komið fram í óperuhúsum víða um heim ásamt því að syngja reglulega við Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna.  Á ferli sínum hefur Viðar komið fram í óperuhúsum s.s. í Ríkisóperunni í Berlín, Bonn, Essen, Mannheim, Frankfurt, Stuttgart, Wiesbaden, Kassel, Dortmund, Genf, Bern, Vínarborg, Bregenz, Prag, Tel Aviv og Seoul í Suður-Kóreu.

Viðar hefur á sínum ferli sungið flest öll helstu bassahlutverk óperubókmenntanna en eftir að Viðar flutti heim frá Þýskalandi árið 2011, hefur hann verið mjög virkur m.a. hefur hann tekið reglulega þátt í uppfærlsum Íslensku Óperunnar í Hörpu en nú núverið tók hann þátt í flutningi á óperunni Ragnheiði en þar fór hann með hlutverk Brynjólfs biskups.  Viðar hefur verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig tilnefndur til Grímunnar, Íslensku Sviðlistaverðlaunanna.

Valgerður J. Gunnarsdóttir
Söngkennari

Námsferill:

Nám í íslensku og bókasafnsfræði við Háskóla Íslands.

Nám við Söngskólann í Reykjavík 1973 –19 81, söngkennarapróf þaðan 1981.

Námskeið í söngtækni, ljóðasöng og óperusöng hjá Lina Pagliughi, Gérard Souzay, Erik Werba, Helene Karusso, Kostas Paskalis o.fl.

 

Starfsferill:

Söngkennari við Söngskólann í Reykjavík frá 1981 til þessa dags.

Forstjóri Háskólafjölritunar í Félagsstofnun stúdenta frá stofnun 1971 – 1980.

 

Félags- og trúnaðarstörf:

Trúnaðarmaður Söngskólans í Reykjavík í Kennarasambandi Íslands um árabil.

Varafulltrúi tónlistarskólakennara í fulltrúaráði K.Í. um hríð.

Valgerður söng á menntaskólaárunum í blandaða MA kvartettinum og svo í Þjóðleikhúskórnum, Skagfirsku söngsveitinni, Kór Söngskólans í Reykjavík, Kór Íslensku óperunnar og Óperukórnum í Reykjavík.

Signý Sæmundsdóttir
Söngkennari

Signý stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám í söng við Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín þar sem hún lagði jöfnum höndum stund á óperu-, ljóða- og kirkjutónlist og lauk þaðan Diplomprófi vorið 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum Íslensku Óperunnar og Þjóðleikhússins. Hún hefur frumflutt íslenska óperutónlist, m.a. Tunglskinseyjuna eftir Atla Heimi Sveinsson í Peking 1997. Signý hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur og haldið fjölda einsöngstónleika ásamt því að flytja samtímatónlist og þar á meðal tónverk sem hafa sérstaklega verið samin fyrir hana. Signý hefur verið gestur á fjölmörgum tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis.

Sibylle Köll
Söngkennari og sviðshreyfingar

Nám

Sibylle Köll stundaði ballett- og tónlistarnám frá sex ára aldri í heimalandi sínu, Austurríki. Hún stundaði dansnám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem í Hollandi. Hún stundaði söngnám við Royal Conservatory The Hague í Hollandi og Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan bæði einsöngvaraprófi og söngkennaraprófi.


Söngur

Sibylle hefur starfað sem kennari í söngtækni og sviðslistum við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, m.a. í Íslensku óperunni, með Óperukórnum og við ýmsar kirkjulegar athafnir og tónleika.


Dans

Sibylle hefur einnig unnið með Íslenska dansflokknum og kennt nútímajazz og ballet.


Leikstjórn og kóreógrafía

Hún hefur unnið að sviðsetningum með Nemendaóperu Söngskólans, bæði sem danshöfundur og leikstjóri.

Íris Erlingsdóttir
Söngkennari

Söngkennari

Hrönn Þráinsdóttir
Píanóleikari

Hrönn Þráinsdóttir nam píanóleik hjá Erlu Stefánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms við Staatliche Hochschule für Musik í Freiburg og lauk þaðan diplóma kennaraprófi vorið 2004 og tók meðleik við ljóðasöng sem aukafag. Kennarar hennar voru Dr. Tibor Szász í píanóleik og Hans Peter Müller við ljóðasöngdeild. Að því loknu nam hún við ljóðasöngdeild Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart undir handleiðslu Cornelis Witthoefft og lauk sérhæfðu diplóma sumarið 2007.

Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og á Íslandi, sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Hún er meðlimur kammersveitarinnar Ísafold og hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik, Við Djúpið á Ísafirði, Myrkir músíkdagar og Berjadagar á Ólafsfirði. Hrönn kennir við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík.

– – – – –

Pianist Hrönn Þráinsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 and continued her studies in Germany at the Staatliche Hochschule für Musik in Freiburg where her principal teachers were Prof. Dr. Tibor Szász and Hans-Peter Müller professor of lyrics. She graduated in 2004 with a diploma in music performance, lied-accompaniment and music education. She moved to Stuttgart to study with Professor Cornelis Witthoefft at the Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst and received her Master’s degree from the faculty of lyrics in 2007.

Hrönn has given concerts and accompanied singers in Iceland as well as on the Continent. She performs contemporary music, e.g. at the Young Nordic Music Festival and as a member of the Ísafold Chamber Orchestra in Reykjavík. She teaches at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Reykjavík College of Music.

Hólmfríður Sigurðardóttir
Píanóleikari

Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari hóf píanónám sitt í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkennari hennar. Hún  lærði síðan í Tónlistarháskólanum í München og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi. Að námi loknu settist hún að í Reykjavík og hóf störf við kennslu og píanóleik. Hún fór fljótlega að leika með söngvurum og hefur það verið aðalstarf hennar síðan, sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík og með kórum og söngvurum á tónleikum heima og erlendis.

Harpa Harðardóttir
Söngkennari

Harpa lauk einsöngs- og söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1994 og fór í tveggja ára framhaldsnám hjá prófessor Andrei Orlowits í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða og sótt söngtíma hjá kennurum eins og Helene Karusso, Evgeniu Ratti, Ellen Field og Kiri Te Kanawa.

Harpa söng með Kór Langholtskirkju frá sextán ára aldri og syngur nú með Kammerkór Langholtskirkju sem hefur tekið þátt í keppnum og unnið til verðlauna. Hún hefur einnig tekið þátt í uppfærslum með kór Íslensku Óperunnar og komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, haldið einsöngstónleika sem og tónleika með öðrum listamönnum og tekið þátt í verkefnum eins og Tónlist fyrir alla. Harpa starfar nú sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og Kórskóla Langholtskirkju.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 4. september 2012

Elín Guðmundsdóttir
Píanóleikari

Píanóleikari

Jón Kristinn Cortez
Deildarstjóri tónfræðideildar

Jón Kristinn Cortez lauk kennaraprófi frá Tónlistaskólanum í Reykjavík 1973 og 8. stigs prófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík 1986. Hann hefur starfað að tónlistarmálum síðan; sem tónmenntakennari, tónlistarkennari, kórstjóri og tónlistarútgefandi. Hann stjórnaði Kór Verzlunarskólans 1977-81, Árnesingakórnum í Reykjavík 1978-80 og Samkór Selfoss frá 1986 þar til hann tók við stjórn Þrasta 1997.

Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Deildarstjóri söngdeildar

Ólöf Kolbrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og starfaði sem almennur kennari meðfram því að stunda nám í einsöng við Tónlistarskóla Kópavogs. Þaðan lauk hún svo burtfararprófi í einsöng og fylgdi því eftir með frekara námi við Tónlistarháskólann í Vínarborg auk söngnáms á Ítalíu. Kennarar hennar hafa verið Elísabet Erlingsdóttir, Erik Werba, Helene Karusso, Lina Pagliughi og Renato Capecchi.

Ólöf Kolbrún hefur sungið á sviði Íslensku óperunnar og sviði Þjóðleikhússins yfir annan tug hlutverka, en meðal þeirra eru:

 • Valencienne (Lustige Witve),
 • Evridís (Orfeo e Euridice),
 • Nedda (Pagliaccci),
 • Mímí (La Boheme),
 • Saffí (Zigeunerbaron),
 • Violetta (La Traviata),
 • Pamína (Zauberflöte),
 • Micaela (Carmen),
 • Rosalinda (Fledermaus),
 • Leonora (Il Trovatore),
 • Aida (Aida),
 • Donna Anna (Don Giovanni),
 • Olympia (HoffmannsErzalungen),
 • Greifafrúin ( Nozze di Figaro),
 • Desdemona (Otello),
 • Tatjana (Évgeni Onegin),
 • Sieglinde (Ring des Nibelungen),
 • Madama Butterfly (Madama Butterfly).

Þessu að auki hefur verkefnaval hennar verið mjög fjölbreytt á sviði kirkjutónlistar í kantötum, messum og óratoríum. Ólöf Kolbrún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, tónleika og upptökur og haldið tónleika víða hérlendis og erlendis. Hún hefur verið kennari við Söngskólan í Reykjavík í 25 ár og er nú deildarstjóri söngdeildar skólans.

Soffía H. Bjarnleifsdóttir
Gjaldkeri
Garðar Cortes
Skólastjóri
Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og hefur stýrt honu síðan.
Garðar lauk einsöngvara- og söngkennaraprófum frá The Royal Academy og Music og Watford School of Music í Englandi 1968 og 1969, aðalkennari Joyce Herman Allen.  Hann fylgdi því námi eftir með söngnámi hjá Linu Pagliughi á Ítalíu, prof. Helene Karusso í Vínarborg og námi í  ljóðatúlkun hjá dr. prof. Erik Werba. Garðar hefur komið víða við tónlistarlífinu á Íslandi: -Skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði 1969 – 1970 -Skólastjóri og söngkennari við Söngskólann í Reykjavík frá 1973 -Stofnandi og aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Reykjavík frá 1975 -Formaður Landssambands blandaðra kóra frá 1977 -Stofnaði Íslensku óperuna 1979 og var óperustjóri til 2000 -Tenórhlutverk, m.a. hjá Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, Sinfóníuhljómsveit Íslands* -Stjórnandi Karlakórs Fóstbræðra, Samkórs Kópavogs, Söngsveitarinnar Fílharmoníu, Kórs Söngskólans og Kórs íslensku óperunnar. -Hljómsveitarstjóri m.a.í Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. -Tenórhluterk í óperu- og tónleikahúsum í Bretlandi, Írlandi, öllum Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Suður Ameríku* -Stjórnandi og kennari á Nord-klang kóramótum Norrænu kórasamtakanna sl. 20 ár -Hljómsveitarstjóri m.a. Þýskalandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Tékklandi og Norðurlöndunum -Gestastjórnandi 300 manna kórs og hljómsveitar í Carnegie Hall í New York. Garðari hefur hlotnast ýmiss heiður fyrir frumkvæði sitt og störf að tónlistarmálum; -Hlaut fyrstu Bjartsýnisverðlaun Bröste fyrir stofnun Íslensku óperunnar 1982 -Sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu 1990 -Hlaut Menningarverðlaun VISA 1999.
Helstu sönghlutverk:
•    Manrico / Il Trovatore – Radames / Aida – Hertoginn / Rigoletto – Otello / Otello
•    Florestan / Fidelio –  Cavaradossi / Tosca – Hoffmann / Ævintýri Hoffmanns
•    Canio / Pagliacci – Don Jose / Carmen
Antonia Hevesi
Píanóleikari