Ágúst Ólafsson

320 213 Söngskólinn í Reykjavík

Ágúst Ólafsson lauk 8. stigi í söng hjá Eiði Á. Gunnarssyni í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og MA í söng við Síbelíusar Akademíuna.  Hann hefur tekið þátt í mörgum meistarakúrsum hjá m.a. Wolfgang Holzmair, Elly Ameling, Tom Krause, Dietrich Fischer-Dieskau og Elisabet Schwarzkopf.  2002-2004 var Ágúst gestanemandi í ljóðabekk Hartmut Höll og Mitsuko Shirai í Karlsruhe. Á námsárunum var hann í einkatímum hjá Jorma Hynninen, Sauli Tiilikainen, Udo Reinemann, Schwarzkopf og Myron Myers.  Undanfarin ár hefur hann notið leiðsagnar Jóns Þorsteinssonar.

Hann hóf atvinnuferilinn sumarið 2000 og hefur síðan sungið á tónleikum víða t.a.m. í Filharmonie, Berlín, og Wigmore Hall, London, og unnið með m.a. hljómsveitarstjórunum H. Linttu, P. Sakari og P. McCreesh.

Hlutverk hans hjá Íslensku Óperunni eru m.a. titilhlutverkið í Sweeney Todd (2004)  Papagenó, Skugginn í Rake´s Progress og Belcore í Ástardrykknum sem færði honum Grímuverðlaun sem Söngvari ársins 2009.

Ásamt píanóleikaranum Izumi Kawakatsu vann hann til verðlauna í Alþjóðlegu Hugo Wolf Lieder keppninni 2004.

Hann flutti söngljóðaflokka Schuberts ásamt Gerrit Schuil á tónleikum Listahátíðar 2010 og hlutu þeir fyrir það íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins. Ágúst vann einnig til íslensku tónlistarverðlaunanna sem Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist 2013.

Á síðustu árum hefur Ágúst sungið hlutverk séra Torfa í Ragnheiði Gunnars Þórðarssonar, Papagenó í uppsetningu Töfrahurðar/íslensku óperunnar á Töfraflautu Mozarts og hlutverk Fiorelló, Masetto og Angelotti í sýningum íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla (haustið 2015), Don Giovanni (febrúar 2016) og Toscu (haustið 2017).

Kennsla hefst miðvikudaginn þ. 7. apríl skv. stundaskrá.