Ásrún Davíðsdóttir

394 493 Söngskólinn í Reykjavík

Ásrún Davíðsdóttir er fædd á Neskaupstað og hóf þar tónlistrnám ung að árum, hjá Jóni Ásgeirssyni tónskáldi, sama ár og tónlistarskóli var stofnaður á staðnum.  Ásrún hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík við stofnun hans 1973, lauk söngkennaraprófi LRSM 1979 og einsöngvaraprófi LRSM 1980, aðalkennarar Þuríður Pálsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hún hóf störf sem skólaritari við Söngskólann jafnframt námi sínu þar árið 1975 og hefur starfað við skólann síðan, fyrst sem söngkennari en nú sem aðstoðarskólastjóri. Hún stundaði framhaldsnám árið 1983 hjá prof. Helene Karusso í Vínarborg og hefur einnig sótt ýmis námskeið hér heima og erlendis.

Ásrún átti sæti í stjórn Íslensku óperunnar frá stofnun hennar til ársins 2000.  Hún hefurátt sæti í stjórn og gengt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Félag íslenskra leikara og Samtök tónlistarskólastjóra. Hún hefur sungið í fjölmörgum sýningum Íslensku óperunnar, bæði kór- og einsöngshlutverk, sungið í Kór Söngskólans í Reykjavík og Þjóðleikhúskórnum. Hún er nú félagi í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes.

Kennsla hefst miðvikudaginn þ. 7. apríl skv. stundaskrá.