Bergþór Pálsson

280 420 Söngskólinn í Reykjavík

Bergþór Pálsson lauk B.M. og mastersgráðu frá Indiana University og leiklistarnámi frá Drama Studio London. Meðal óperuhlutverka hans má nefna titilhlutverkið í Évgéní Ónégín eftir Tsjækofskí, titilhlutverkið í Don Giovanni, Almaviva greifa í Brúðkaupi Fígarós, Papagenó í Töfraflautunni og Don Alfonso íCosì fan tutte eftir Mozart, Malatesta í Don Pasquale, Enrico í Lucìa di Lammermoor og Dulcamara í Ástardrykknum eftir Donizetti, Germont í La traviata eftir Verdi, Sharpless í Madama Butterfly, Marcello í La Bohèmeeftir Puccini og Dandini í Öskubusku eftir Rossini. Bergþór hefur haldið fjölda einsöngstónleika, sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur svo og einsöng í mörgum kórverkum, t.d. í Messíasi Händels, Mattheusarpassíu, Jóhannesarpassíu og Jólaóratóríu Bachs, Sköpuninni og Árstíðunum eftir Haydn, Sálumessu Mozarts og Elíaeftir Mendelssohn.

Bergþór söng hlutverk Monterone í Rigoletto hjá Íslensku óperunni haustið 2010 og hlutverk Benoît og Alcindoro í La Bohème vorið 2012. Í vetur hefur hann farið með hlutverk barónsins í Jeppa á Fjalli í uppfærslu Borgarleikhússins.

[Tekið af heimasíðu Íslensku óperunnar]

Kennsla hefst miðvikudaginn þ. 7. apríl skv. stundaskrá.