Elín Guðmundsdóttir stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Hermínu
S. Kristjánsson, Jóni Nordal og Árna Kristjánssyni. Hún lauk píanókennaraprófi árið 1970.
Eftir það stundaði hún nám í semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur við sama skóla og lauk
einleikaraprófi á sembal árið 1975.
Hún starfaði sem píanókennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og síðar við Tónlistarskóla
Seltjarnarness og einnig í mörg ár sem semballeikari með nemendum Tónlistarskólans í
Reykjavík. Frá árinu 1983 hefur hún starfað sem píanóleikari við Söngskólann í Reykjavík.
Elín hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum hérlendis og erlendis. Hún hefur komið fram á
fjölda tónleika, einkum sem semballeikari í kammertónlist og við flutning stórra kórverka.