Háskóladeild
Háskóladeild Söngskólans í Reykjavík er fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámi eða jafngildis þess. Nemendur þurfa því að hafa staðgóðan grunn í raddbeitingu, nótnalestri og tónfræði. Margir söngnemendur hafa komist inn í virta tónlistarháskóla í Bakkalárs- eða Mastersnám í framhaldi af námi við Háskóladeild Söngskólans.
Markmið söngnáms á háskólastigi við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða, þjálfaða og framúrskarandi raddbeitingu, túlkun og framkomu. Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður að miklu leyti sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru hvattir til að taka þátt í nemendaóperu skólans þar sem þau öðlast þjálfun í sviðsframkomu og færni í að syngja fyrir áheyrendur.
Eftir að nemandi hefur lokið 8. stigi í söng getur hann valið á milli þess að fara í Einsöngvaranám eða Söngkennaranám
Skólagjöld
Háskólanám kr. 435.000