HÁSKÓLANÁM
8. stig – Áfangi til Burtfararprófs
Námskrá Söngskólans sameinar kröfur námskrár menntamálaráðuneytis og ABRSM
Forkröfur:
Framhaldspróf með framhaldseinkunn 80/100 – 120/150
7. stigs prófi í hljómfræði lokið
Lokapróf í almennri tónlistarsögu
1.stig í píanóleik eða annað hljóðfæri metið
8. stig í hljómfræði í undirbúningi
Verkefnalisti: 21 verkefni
Verkefni eru valin með tilliti til gildandi námskráa Söngskólans,
sem tvinna saman kröfur skv. námskrá menntamálaráðuneytisins,
og námskrá The Associated Board of the Royal Schools of Music.
Verkefnin skulu vera frá mismunandi stíl-tímabilum og innihalda sönglög, söngva úr söngleikjum, aríur úr kantötum/óratoríum og óperum
Lágmark að sungið sé á fjórum tungumálum, þ.e. íslensku og þremur erlendum tungumálum.
Á verkefnalistanum eru 12 verkefni sem boðin eru til flutnings:
Merkt XX: 4 verkefni ABRSM A-B-C-D (í stað C má velja íslenskt, samþ. af ABRSM)
Merkt X: 6 önnur viðfangsefni framhaldsnáms – Prófdómari velur 1 af þeim
VAL : 1 viðfangsefni að vali nemanda (skráð í VALreit)
ÞJÓÐLAG: 1 undirleikslaust (1-3 mín)
Röð flutnings:
- Verkefnin 4 af ABRSM lista – söngvari ræður röð 4
- Verkefnið sem prófdómari velur 1
- Valverkefnið 1
- Undirleikslaust þjóðlag 1
Samtals 7
Tónheyrn og nótnalestur skv. kröfum ABRSM er hluti 8. stigs prófs.
Til að ljúka 8. stigs prófi:
Söngur 8. stig – Áfangi til Burtfararprófs
Tónheyrn og nótnalestur 8. stig
Hljómfræði 8. stig
Saga sönglistar, fyrri hluti af tveimur
Píanóleikur 2. stig (eða annað hljóðfæri metið)
HÁSKÓLANÁM
Burtfararpróf – ABRSMdip Performing
Forkröfur:
8.stig í einsöng með framhaldseinkunn 80/100 – 120/150
8.stig í hljómfræði
Lokapróf í tónlistarsögu
Fyrri áfangi í sögu sönglistar
2. stig í píanóleik eða annað hljóðfæri metið
Próflýsing
Heildar próftími er allt að 60 mín.
Efnisskrá – Programme Notes
Minnst 1 degi fyrir próf skilar söngnemi efnisskrá, Programme Notes á ensku,
í þremur eintökum (nánar í námskrá ABRSM eða http://www.abrsm.org/resources/writingProgNotesApr05.pdf
Söngskrá – Recital
Valin verk af lista námskrár The Associated Board of the Royal Schools of Music.
Verkefni í prófinu skulu vera frá mismunandi stíl-tímabilum, valin skv. raddtegunda listum, en leyfilegt er að velja ljóð úr listum annarra raddtegunda og tónflytja eftir þörfum. Aríur úr óperum, óratóríum og kantötum skulu sungnar í upprunanlegum tóntegundum. Ekki mega vera tvö verkefni eftir sama höfund, nema þess sé sérstaklega getið í námskrá að þau séu “samstæð”. Tímatakmörk söngs í prófinu; 35 mín, með hléi mega vera 10% lengra eða 10% styttri. Verkefni allt að 7 mín. mega vera að eigin vali, önnur skulu vera skv. útgefinni námskrá.
Samtal – Viva voce
Samtal við prófdómara, þar sem söngnemandi kemur á framfæri þekkingu sinni á verkefnum sem hann hefur flutt og þekkingu á efnisvali repertoire yfirleitt.
(nánar í námskrá ABRSM)
Skoða verkefnin vel og vandlega:
- Tóntegundir
Er sama tóntegund út í gegn eða breytist og ef já þá af hverju, hvað er að gerast í verkinu þar? T.d. dúr yfir í moll = gleði / sorg). Hvað heitir hæsta nóta verksins?
- Stílbrögð,
Hvaða tímabil tónlistarsögunnar tilheyrir lagið, hvað er einkennandi fyrir það tímabil og hvernig kemur það fram í laginu? Leyfir sú stíltegund að teygja á, hraða og hægja, að nota rubato. Hver er munurinn á franska og þýska sönglaginu? Hvernig þróaðist sönglagið í meðförum Schumanns í samanburði við sönglög Schuberts ? Hvað er sérstakt við Brahms?
Hvernig undirbýrðu þig fyrir þessa tegund tónlistar? Lýstu tónvefnum.
- Stemmningin í laginu. (ljóð eða aría)
Standa klár á því um hvað er sungið, nákvæmlega, þekkja orðin sem segja mest.
Er eitthvað í píanóinu sem undirstrikar stemmninguna, gleði, sorg, örvæningu…….?
- Tónskáldið
Þekkja æviágrip þeirra, hvaðan þeir sækja áhrif sín, hvað einkennir tónskáldið og hvort og hvernig þau einkenni koma fram í verkinu sem flutt er. Skoða ártöl og finna út hvort einhver þeirra á fæðingar- eða dánarafmæli.
- Helstu verk höfundar
Hvort önnur tónskáld hafi gert svipað og geta nefnt þau. T.d. Mahler vakti athygli fyrir að setja kórkafla inn í sinfóníurnar sínar en hver gerði það fyrstur?
Þekkja helstu verk og ef konsertar, vita þá fyrir hvaða hljóðfæri.
- Óperuaríur
Þekkja allt verkið, sögusvið og hlutverk. Stærð hljómsveitar og hvort nýtt hljóðfæri skipar sess í hljómsveitinni. (sbr. klarinett hjá Mozart) Hver er söguþráður óperunnar?
- Kantötu- og óratoríuaríur
Þekkja allt verkið, stærð hljómsveitar, aðra kafla í verkinu og heiti, sbr. Allelujah úr Exultate Jubilate
- Efnisskráin
Hvernig efnisskráin er valin, hvaða þema er í gangi, ef ekkert, hvers vegna?
Hvers vegna þessi uppröðun? Hvers vegna fleiri ljóð en aríur?
- Flutningur
Hvað finnst þér mikilvægt þegar þú ert að koma fram, annað en að syngja fallega?
Hvernig myndirðu láta áhorfendur skilja innhald lagsins/ljóðsins/aríunnar?
- Túlkun
- Hvaða söngvari finnst þér túlka best í sönglög eftir Mozart, Schubert, Schumann, Brahms, fauré, Duparc, Vaughan Williams, Britten . . . . . . .
Hraðlæsi – Quick study –
Markmið: Nemandi æfður í að geta, með stuttum fyrirvara, tekið að sér áður óséð einsöngshlutverk.
Próftaki fær 5 mín. til að undirbúa flutning performance á stuttu lagi.
Undirbúningurinn fer fram inni í prófherberginu. Söngnemar mega setjast við píanóið og nota það að vild í þessar 5 mín! Nemandinn stillir sér síðan upp til að flytja lagið – performera – slær upphafshljóm eða upphafsnótu, og má standa við hljómborðið og nota það til að “rétta sig af” ef á þarf að halda. Lagið skal flutt með texta og getur valið um enskan eða ítalskan (nánar í námskrá ABRSM)
Prófinu fylgja Burtfarartónleikar – tónleikar í fullri lengd
Til að ljúka Burtfararprófi
Burtfararpróf / ABRSMdip Performance
Hljómfræði 8. stig – Lokapróf
Saga sönglistar – Lokapróf
Píanóleikur – 2. stig / eða annað hljóðfæri metið
HÁSKÓLANÁM
Kennaradeild, fyrra ár – ABRSMdip Teaching
Forkröfur:
ABRSMdip í einsöng lokið (eða tekið samhliða kennsluprófinu) eða sambærileg menntun
8. stig í einsöng með framhaldseinkunn 80/100 – 120/150 eða sambærileg menntun
8. stig í hljómfræði
Lokapróf í tónlistarsögu
Lokapróf í sögu sönglistar
2. stig í píanóleik – eða annað hljóðfæri metið
Sambærileg menntun:
Sjá bls. 22 -25 í Syllabus ABRSM
Nám:
Kennslufræði, quick study, kórstjórn, tónfræðikennsla, æfingakennsla þar sem æfingakennari kennir og fylgir eftir tveim nemendum auk þess að fylgast með reyndum kennara kenna nemanda á framhaldsstigi. Nemendur fá einnig æfingu í upphitun í grunndeild auk þess að spreyta sig á forfallakennslu.
Heimsókn á háls- nef og eyrnardeild LSH
Heimsókn til talmeinafræðings hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni
Kennsluferlisskýrslur
Ritgerð – Written Submission (1800 orð) á ensku
skiladagur – miðað við próf í apríl/maí: 15. febr.
4 eintök – miðað við að nemandi skrifi á ensku
+2 eintök – á íslensku, ef nemandi hefur látið þýða fyrir sig.
PRÓFLÝSING:
heildarlengd prófs er allt að 60 mín.
Munnlegt próf – Viva voce
Þarna gefst próftaka tækifæri á að sýna kunnáttu sína og skilning á grundvallaratriðum í söngkennslu, hvernig nálgast megi ýmis markmið með vísan í kennslureynslu en ekki eingöngu út frá fræðilegum grunni. Próftaki veri undir það búinn að ræða einstök atriði úr ritgerð (Written Submission)
Kennsluefni
Próftaki hafi meðferðis mismunandi sönghefti sem henta söngnemum frá 1. upp í 6. stig. kvenkyns jafnt sem karlkyns, yngri sem eldri. Heftin eiga að sýna breidd í verkefnavali eftir erfiðleikastigi: Íslensk og erlend sönglög, þjóðlög, antík, söngleikjatónlist og dægurlög.
Sýnikennsla
Próftaki undirbúi fjögur söngverk valin úr verkefnalista 6. stigs, eitt úr hverjum flokki A,B,C og D. Hann þarf að vera undir það búinn að syngja einhvern hluta úr þessum verkefnum og ræða um möguleg tæknivandamál hjá nemanda á þessu stigi og hvernig væri best að nálgast þau. Prófdómari gæti einnig spurt um önnur verkefni á verkefnalistum 1. – 6. stigs.
Dæmigerð umfjöllunarefni
Þekking og skilningur á tæknilegum atriðum sem nemandi þarf að hafa tileinkað sér fyrir 6. stig, og geta sýnt hvernig próftaki nálgast helstu atriðin í kennslu, s.s. líkamsstöðu, öndun, hendingamótun, tónskala, æfingar og tónmyndun svo eitthvað sé nefnt.
Meðvitund um mismunandi lærdómsleiðir nemenda, þörf á mismunandi nálgun til að ná markmiðum, kennsluskýrslur, hvað þarf að vera til staðar í kennslustund, innihald og uppbygging, hvernig er best að hvetja nemanda til heimanáms, utanbókarlærdóms o.s.frv.
Þekking á mismunandi stílbrögðum og túlkun, þekking á repertoire og kennslubókum varðandi söng, hvernig best er að undirbúa nemanda fyrir að söng með undirleik.
Lengd munnlegs prófs er allt að 40 mín.
Hraðlæsi – Quick study
Markmið: Nemandi æfður í að geta með stuttum fyrirvara tekið að sér áður óséð einsöngshlutverk.
Próftaki fær 5 mín. til að undirbúa flutning performance á stuttu lagi.
Undirbúningurinn fer fram inni í prófherberginu. Söngnemar mega setjast við píanóið og nota það að vild í þessar 5 mín! Nemandinn stillir sér síðan upp til að flytja lagið – performera – slær upphafshljóm eða upphafsnótu, og má standa við hljómborðið og nota það til að “rétta sig af” ef á þarf að halda. Lagið skal flutt með texta og getur valið um enskan eða ítalskan (nánar í námskrá ABRSM)
Til að ljúka fyrri áfanga til kennaraprófs
ABRSMdip – Teaching
Hljómfræði 8. stig
Pianó 3. stig / eða annað hljóðfæri metið
Saga sönglistar – Lokapróf
HÁSKÓLANÁM
Kennaradeild, seinna ár – LRSM Teaching
Forkröfur:
Burtfararpróf í einsöng – ABRSMdip Performing
Fyrrihlutapróf í söngkennslu – ABRSMdip Teaching
Lokapróf / 8. stig í hljómfræði
Lokapróf í tónlistarsögu
Lokapróf í sögu sönglistar
3. stig í píanóleik eða annað hljóðfæri metið
Sambærileg menntun:
Sjá bls 22 -25 í Diploma Syllabus ABRSM
Nám:
Kennslufræði, quick study, kórstjórn, tónfræðikennsla, æfingakennsla þar sem æfingakennari kennir og fylgir eftir tveimur nemendum auk þess að fylgast með reyndum kennara kenna nemanda á framhaldsstigi. Nemendur fá einnig æfingu í upphitun í grunndeild auk þess að spreyta sig á forfallakennslu unglingadeilda.
Heimsókn á háls- nef og eyrnardeild LSH
Heimsókn til talmeinafræðings hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni
Kennsluferlisskýrslur – Case Study Portfolio,
þarf að skila 15. nóv. miðað við próf apríl/maí / 4. júlí m.v. próf í nóv.
(Vegna skila 4. júlí: Vilji próftaki fá yfirlestur kennara á skýrslunni, þarf hún að koma
fyrir sumarfrí, þ.e. ekki seinna en 31. maí. Eftir það er próftaki á eigin vegum)
Kennslumyndband – Video of Teaching Practice
þarf að skila 15. nóv. miðað við próf apríl/maí / 4. júlí m.v. próf í nóv.
Ritgerð – Written Submission (4500 orð),
þarf að skila 15. febr. miðað við próf apríl/maí./ 4. okt. m.v. próf í nóv.
Öllu þarf að skila í 4 eintökum á ensku + 2 á íslensku ef nemendur skrifa ekki sjálfir ensku.
Próflýsing:
heildarlengd prófs er allt að 90 mín.
Munnlegt próf – Viva voce
Þarna gefst próftaka tækifæri á að sýna kunnáttu sína og skilning á grundvallaratriðum söngkennslu, hvernig nálgast megi ýmis markmið með vísan í kennslureynslu en ekki eingöngu út frá fræðilegum grunni. Próftaki veri undir það búinn að ræða einstök atriði úr ritgerð Written Submission, kennsluferlisskýrslu Case Study Portfolio og kennslumyndbandi.
Kennsluefni
Próftaki hafi meðferðis mismunandi sönghefti sem henta söngnemum frá 1. upp í 8. stig. kvenkyns jafnt sem karlkyns, yngri sem eldri. Heftin eiga að sýna breidd í verkefnavali eftir erfiðleikastigi, próftaki sýni fram á þekkingu á öllum verkefnalistanum en með aðaláherslu á efri stigin og hvers þau krefjast af nemendum.
Sýnikennsla
Próftaki undirbúi fjögur söngverk valin úr verkefnalista 8. stigs, eitt úr hverjum flokki A, B ,C og D. Hann þarf að vera undir það búinn að syngja einhvern hluta úr þessum verkefnum undirleikslaust og ræða um möguleg tæknivandamál hjá nemanda á þessu stigi og hvernig væri best að nálgast þau. Prófdómari gæti einnig spurt um önnur verkefni á verkefnalistum 8. stigs.
Ritgerð og kennsluferlisskýrsla og kennslumyndband
Próftaki veri viðbúinn því að ræða atriði úr kennslumyndbandi, ritgerð og kennsluskýrslu.
Dæmigerð umfjöllunarefni
Þekking og skilningur á tæknilegum atriðum sem nemandi þarf að hafa tileinkað sér fyrir 8. stig, og geta sýnt hvernig próftaki nálgast helstu atriðin í kennslu, s.s. líkamsstöðu, öndun, hendingamótun, tónskala, æfingar og tónmyndun svo eitthvað sé nefnt.
Meðvitund um mismunandi lærdómsleiðir nemenda, þörf á mismunandi nálgun til að ná markmiðum, kennsluskýrslur, hvað þarf að vera til staðar í kennslustund; innihald og uppbygging, hvernig best sé að hvetja nemanda til heimanáms, utanbókarlærdóms osfrv.
Þekking á mismunandi stílbrögðum og túlkun, þekking á repertoire og kennslubókum varðandi söng, hvernig best er að undirbúa nemanda fyrir að syngja með undirleik.
Hraðlæsi – Quick study
Markmið: Nemandi æfður í að geta með stuttum fyrirvara tekið að sér áður óséð einsöngshlutverk
Próftaki fær 5 mín. til að undirbúa flutning performance á stuttu lagi.
Undirbúningurinn fer fram inni í prófherberginu. Söngnemar mega setjast við píanóið og nota það að vild í þessar 5 mín! Nemandinn stillir sér síðan upp til að flytja lagið – performera – slær upphafshljóm eða upphafsnótu, og má standa við hljómborðið og nota það til að “rétta sig af” ef á þarf að halda. Lagið skal flutt með texta og getur valið um enskan eða ítalskan (nánar í námskrá ABRSM)
Til að ljúka kennaraprófi LRSM – Bachelor degree with honours
ABRSMdip Performance og Teaching
Lokapróf í hljómfræði – almennri tónlistarsögu og sögu sönglistar
Kunnátta og þjálfun í kórstjórn, tónfræðakennslu og söngkennslu
“Nægileg” píanókunnátta til undirleiks með nemendum.