Miðdeild - Kennsluskrá
Forkröfur: Nemandi þar að hafa lokið Grunnnámi eða jafngildi þess (meta má með stöðuprófi) ásamt hliðargreinum sem áskildar eru
Nám til Miðprófs tekur um það bil 2 ár. Á miðju tímabili Miðnáms er frammistaða nemenda metin, annað hvort með 4. stigs prófi eða á námsmatstónleikum. Þar leggur nemandi fram 15 laga verkefnalista: Flytur á námsmatstónleikum 3 verkefni eða í 4. stigs prófi 4 verkefni Verkefnin skulu þannig valin að sem flestir þættir séu sýndir, svo sem fjölbreytni í lagavali, samsöngur, framkoma, leikni og fleira. Kennslutímar í viku, einkatímar:
- Söngur 2 x 30 mín eða eftir samkomulagi
- Undirleikur 1 x 30 mín
Kjarnagreinar á viku, hóptímar:
- Tónfræði / Hljómfræði 2×60 mín
- Tónheyrn og nótnalestur 2×60 mín
- Tónlistarsaga 2×60 mín
- Opin Miðdeild 1×75 mín
Til að ljúka Miðprófi: Nemandi er, með fulltingi kennara síns, ábyrgur fyrir vel undirbúnum, 30 laga verkefnalista til afhendingar. Til grundvallar prófinu er kaflinn um námsmat og próf úr aðalnámskrá tónlisarskóla og er vísað í hann. Miðpróf eru dæmd eftir alþjóðlegum staðli af prófdómurum frá ABRSM. Aðrar kröfur til Miðprófs eru:
- Tónheyrn og nótnalestur: 5. stig skv. ABRSM
- Tónfræði / hljómfræði 1. hluti: 5. stig skv. ABRSM
- Almenn tónlistarsaga: Minnst einn áfangi
- Opin Miðdeild: ástundun og þátttaka
- Sungið á nemendatónleikum minnst einu sinni á vetri
Skólagjöld
Miðdeild kr. 330.000