Ýmis námskeið
7 vikna söngnámskeið eru opin öllum – ekkert inntökupróf
Námskeiðin eru ætluð söngfólki á öllum aldri; skemmtilegt, fræðandi og gefandi tómstundanám. Mjög góð þjálfun fyrir söngvara og frábær undirbúningur fyrir þá sem hyggja á frekara söngnám
- Söngtækni
- Túlkun
- Framkoma
- Tónfræði
Námskeið á skólavetrinum 2020 – 2021
- Námskeið I: 7. sept. – 23. okt.
- Námskeið II: 26. okt. – 11. des.
- Námskeið III: 11. jan. – 26. febrúar
- Námskeið IV: 1. mars – 23. apríl
7 vikna kórsöngvara-námskeið
Námskeiðin eru ætluð áhugafólki á öllum aldri; skemmtilegt og gefandi tómstundanám. Mjög góð þjálfun fyrir kórfólk og góður undirbúningur fyrir þá sem hyggja á frekara söngnám. Námskeið í samvinnu við Landsamband blandaðra kóra, LBK
- Söngtækni
- Túlkun
- Framkoma
- Tónfræði
Opin námskeið
Á fimmtudögum bjóðum við uppá ólík námskeið sem eru opin fyrir alla:
Dagskrá auglýst síðar
Opin námskeið
Að stjórna kór er námskeið þar sem þátttakendur öðlast reynslu í að stjórna kór
Að kveða að er námskeið þar sem þátttakendur eru hvattir til að skrifa texta
Að semja sjálf/ur er námskeið þar sem þátttakendur eru hvattir til að semja sönglag
Að vita allt um íslensk sönglög er námskeið þar sem þátttakendur fræðast um íslenskan tónlistararf
Önnur námskeið
Kóranámskeið eru í boði og eru þau skipulögð í samráði við viðkomandi kóra og stjórnendur þeirra. Þau standa yfirleitt yfir í eina eða tvær helgar eftir samkomulagi, er þar um að ræða kennslu í raddbeitingu og tónfræði fyrir byrjendur.
Meistaranámskeið ýmis námskeið – opin áhugafólki til áheyrnar
Auk þess býður skólinn uppá ýmisa masterclassa og endurmenntun fyrir söngvara, kórstjóra og áhugafólk um tónlist. Auglýst hverju sinni.