
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Við fengum góða gesti í heimsókn í Söngskólann á dögunum en þar fór fram undirritun samnings á milli ríkisins og sveitarfélaganna um stuðning við tónlistarnám.