Fyrstu nemendatónleikar í Sturluhöllum

820 312 Söngskólinn í Reykjavík

Fyrstu nemendatónleikar verða í Sturluhöllum Söngskólans í Reykjavík miðvikudaginn 21. nóvember nk.  Það eru nemendur Grunndeildar skólans sem stíga á svið og flytja okkur íslensk og erlend þjóðlög.  Eins og margir vita þá er skólinn kominn í nýtt húsnæði við Laufásveg 49 – 51 og erum við þessa dagana að koma okkur fyrir og erum spennt að sjá hvernig til tekst.  Þetta eru jafnframt fyrstu tónleikarnir í nýju húsnæði skólans að Laufásvegi 49

Öllum heimill aðgangur og aðgangur er ókeypis.  Hvetjum nemendur skólans og alla velunnara skólans til að mæta.

Kennsla hefst miðvikudaginn þ. 7. apríl skv. stundaskrá.