Opin æfing hjá Nemendaóperunni

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Nemendaópera Söngskólans býður gestum og gangandi að fylgjast með æfingu, föstudaginn 23. febrúar kl. 10-12, í tilefni af opnum degi Sjálfstæðra listaskóla.

Hópurinn er að vinna að uppsetningu Leðurblökunnar eftir Johann Strauss II, sem þau sýna í Hörpu 5. og 6. mars.

Umsjón Óperudeildar: Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Leikstjóri: Sibylle Köll
Tónlistastjóri: Hrönn Þráinsdóttir

Allir velkomnir

Föstudagurinn 7. febrúar er dagur tónlistarskólanna og þess er jafnfram minnst að þetta er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrv. menntamálaráðherra, sem oft hefur verið nefndur faðir tónlistarskólanna í landinu.