Prófessor Roland Schubert í heimsókn

900 878 Söngskólinn í Reykjavík
Prófessor Roland Schubert

Próf. Roland Schubert ( óperusöngvari og yfirmaður Söngdeildarinnar við Mendelsohn akademíuna í Leipzig) verður gestur Söngskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, mánudaginn 13. frá kl. 09 – 12, þriðjudaginn 14. kl. 13 – 16 og á miðvikudag 15. kl. 16 – 19.

Fyrirhugað er að Próf. Schubert vinni með nemendaóperunni og ljóða- og aríudeildinni, bæði að Galakvöldinu sem er í bígerð og leiði síðan ljóða- og aríudeildina á þriðjudeginum. Allir eru velkomnir til að koma og fylgjast með í ljóða- og aríudeildinni á þriðjudeginum. Það er mikil fengur að fá hann í heimsókn og kjörið tækifæri fyrir nemendur að koma og fylgjast með.

Að lokum verður R. Schubert  með sameiginlegan tíma á miðvikudagseftirmiðdag frá kl. 16:00 – 19:00 með LHÍ nemendum og Söngskólanemendum í Söngskólanum og það er líka opið til áheyrnar fyrir alla.

Föstudagurinn 7. febrúar er dagur tónlistarskólanna og þess er jafnfram minnst að þetta er fæðingardagur Gylfa Þ. Gíslasonar fyrrv. menntamálaráðherra, sem oft hefur verið nefndur faðir tónlistarskólanna í landinu.