STAÐUR & STUND

25. janúar, 2018

Ari Ólafsson syngur með Sissel

Ari Ólafsson hefur stundað nám við Söngskólann í Reykjavík frá 10 ára aldri. Fyrst var hann nemandi Garðars Thórs Cortes en er nú nemandi Bergþórs Pálssonar. Ari söng á tónleikum með Sissel árið 2012 sem drengjasópran, en nú er hann tenór.

Tónleikarnir verða 20. desember í Eldborgarsal Hörpu. Hægt er að nálgast miða á: http://www.sena.is/vidburdir/vnr/1710

Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson, sem ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn The Prayer.  Ari vakti fyrst athygli þegar hann hreppti titilhlutverkið í söngleiknum Oliver, sem Þjóðleikhúsið setti upp árið 2009. Fékk hann frábær viðbrögð fyrir sviðsframkomu sína þar, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Í dag er hann nemendi Bergþórs Pálssonar en þeir kynntust einmitt í þessari sýningu en þar lék Bergþór Mr. Bumble, manninn sem öskraði svo eftirminnilega á Oliver þegar hann bað um meiri graut.

25. janúar, 2018

Ari Ólafsson syngur með Sissel

Ari Ólafsson hefur stundað nám við Söngskólann í Reykjavík frá 10 ára aldri. Fyrst var hann nemandi Garðars Thórs Cortes en er nú nemandi Bergþórs Pálssonar. Ari söng á tónleikum með Sissel árið 2012 sem drengjasópran, en nú er hann tenór. Tónleikarnir verða 20. desember í Eldborgarsal Hörpu. Hægt er að nálgast miða á: http://www.sena.is/vidburdir/vnr/1710 Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson, sem ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn The Prayer.  Ari vakti fyrst athygli þegar hann hreppti titilhlutverkið í söngleiknum Oliver, sem Þjóðleikhúsið setti upp árið 2009. Fékk hann frábær viðbrögð fyrir sviðsframkomu sína þar, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Í dag er hann nemendi Bergþórs Pálssonar en þeir kynntust einmitt í þessari sýningu en þar lék Bergþór Mr. Bumble, manninn sem öskraði svo eftirminnilega á Oliver þegar hann bað um meiri graut.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING