Skólahald á næstunni

800 801 Söngskólinn í Reykjavík

Ágætu nemendur Söngskólans í Reykjavík

Skv. fyrirmælum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga verður Söngskólinn að fella niður alla hóptíma s.s. hópæfingar, tónfundi og tónfræðitíma. Því verðum við að fella niður eftirfarandi tíma:

 • Tónfræði
 • Tónfræði námskeiða
 • Tónfræði UNG 1
 • Tónfræði UNG 2
 • Hljómfræði
 • Tónheyrn
 • Nótnalestur
 • Nótnalestur QS
 • Tónlistarsaga
 • Unglingadeild
 • Opin Grunndeild
 • Opin Miðdeild
 • Ljóða- og aríudeild.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi verkefnin sem þið eruð að vinna, s.s. í tónfræði, tónlistarsögu og hljómfræði, hikið ekki við að hafa samband við kennarana ykkar.

Allir einkatímar; söngur og píanó, halda áfram samkvæmt skipulagi.

Innritun er hafin fyrir skólaárið 2020 - 2021. Nemendur sem hafa í hyggju að halda áfram námi næsta skólaár eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. Nýjum nemendum er bent á að skrá sig á https://rafraen.reykjavik.is/ - Einnig er hægt að hafa samband við Soffíu Bjarnleifsdóttur í síma 661 7058