Starfsfólk

Starfsfólk

Garðar Cortes

Skólastjóri

Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og hefur stýrt honu síðan. Garðar lauk einsöngvara- og söngkennaraprófum frá The Royal…
Garðar Cortes stofnaði Söngskólann í Reykjavík 1973 og hefur stýrt honu síðan.

Garðar lauk einsöngvara- og söngkennaraprófum frá The Royal Academy og Music og Watford School of Music í Englandi 1968 og 1969, aðalkennari Joyce Herman Allen.  Hann fylgdi því námi eftir með söngnámi hjá Linu Pagliughi á Ítalíu, prof. Helene Karusso í Vínarborg og námi í  ljóðatúlkun hjá dr. prof. Erik Werba.

Garðar hefur komið víða við tónlistarlífinu á Íslandi:
-Skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði 1969 – 1970
-Skólastjóri og söngkennari við Söngskólann í Reykjavík frá 1973
-Stofnandi og aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Reykjavík frá 1975
-Formaður Landssambands blandaðra kóra frá 1977
-Stofnaði Íslensku óperuna 1979 og var óperustjóri til 2000
-Tenórhlutverk, m.a. hjá Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, Sinfóníuhljómsveit Íslands*
-Stjórnandi Karlakórs Fóstbræðra, Samkórs Kópavogs, Söngsveitarinnar Fílharmoníu, Kórs Söngskólans og Kórs íslensku óperunnar.
-Hljómsveitarstjóri m.a.í Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu og Sinfóníuhljómsveit Íslands.

-Tenórhluterk í óperu- og tónleikahúsum í Bretlandi, Írlandi, öllum Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Suður Ameríku*
-Stjórnandi og kennari á Nord-klang kóramótum Norrænu kórasamtakanna sl. 20 ár
-Hljómsveitarstjóri m.a. Þýskalandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Tékklandi og Norðurlöndunum
-Gestastjórnandi 300 manna kórs og hljómsveitar í Carnegie Hall í New York.

Garðari hefur hlotnast ýmiss heiður fyrir frumkvæði sitt og störf að tónlistarmálum;
-Hlaut fyrstu Bjartsýnisverðlaun Bröste fyrir stofnun Íslensku óperunnar 1982
-Sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu 1990
-Hlaut Menningarverðlaun VISA 1999.

Helstu sönghlutverk:
•    Manrico / Il Trovatore – Radames / Aida – Hertoginn / Rigoletto – Otello / Otello
•    Florestan / Fidelio –  Cavaradossi / Tosca – Hoffmann / Ævintýri Hoffmanns
•    Canio / Pagliacci – Don Jose / Carmen

Sími og netfang

892-2497 gardarcortes@songskolinn.is

Ásrún Davíðsdóttir

Aðstoðarskólastjóri

Ásrún Davíðsdóttir er fædd á Neskaupstað og hóf þar tónlistrnám ung að árum, hjá Jóni Ásgeirssyni tónskáldi, sama ár og…

Ásrún Davíðsdóttir er fædd á Neskaupstað og hóf þar tónlistrnám ung að árum, hjá Jóni Ásgeirssyni tónskáldi, sama ár og tónlistarskóli var stofnaður á staðnum.  Ásrún hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík við stofnun hans 1973, lauk söngkennaraprófi LRSM 1979 og einsöngvaraprófi LRSM 1980, aðalkennarar Þuríður Pálsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Hún hóf störf sem skólaritari við Söngskólann jafnframt námi sínu þar árið 1975 og hefur starfað við skólann síðan, fyrst sem söngkennari en nú sem aðstoðarskólastjóri. Hún stundaði framhaldsnám árið 1983 hjá prof. Helene Karusso í Vínarborg og hefur einnig sótt ýmis námskeið hér heima og erlendis.

Ásrún átti sæti í stjórn Íslensku óperunnar frá stofnun hennar til ársins 2000.  Hún hefurátt sæti í stjórn og gengt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Félag íslenskra leikara og Samtök tónlistarskólastjóra. Hún hefur sungið í fjölmörgum sýningum Íslensku óperunnar, bæði kór- og einsöngshlutverk, sungið í Kór Söngskólans í Reykjavík og Þjóðleikhúskórnum. Hún er nú félagi í Óperukórnum í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes.

699-3497
Berta Dröfn Ómarsdóttir er klassísk söngkona, sérhæfð í ljóða- og oratoríusöng. Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn…
Berta Dröfn Ómarsdóttir er klassísk söngkona, sérhæfð í ljóða- og oratoríusöng.

Í lok október 2016 útskrifaðist hún með hæstu einkunn eftir mastersnám við Conservatorio Claudio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu. Söngkennarinn hennar við skólann var Sabina von Walther.  

Fyrstu tónlistarkennararnir Bertu voru Siguróli Geirsson organisti og Vilborg Sigurjónsdóttir píanókennari. Þau stjórnuðu barnakórnum í Grindavík þar sem Berta söng alla grunnskólagöngu og fékk hún þar sín fyrstu tækifæri til að syngja einsöng. Á unglingsárunum söng Berta með unglingakór hjá Esther Helgu Guðmundsdóttir og sótti einkatíma til hennar.

Með þennan grunn fór Berta í Söngskólann í Reykjavík, sextán ára gömul og hefur verið þar meira og minna síðan: fyrst sem nemandi og síðar sem starfsmaður. Söngkennarar Bertu við skólann voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.

Berta hefur sótt einkatíma, masterklassa og námskeið víða, t.d. hjá Janet Perry, Gemma Bertagnolli, Gerhild Romberger, Shirai Mitsuko og Jónu Fanney Svavarsdóttur.

Hún hefur víða komið fram hérlendis sem og erlendis. Svo sem á tónleikum í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu; í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperu-uppsetningum með sinfóníuhljómsveitinni í Bolzano.

Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Deildarstjóri söngdeildar

Ólöf Kolbrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og starfaði sem almennur kennari meðfram því að stunda nám í einsöng við…

Ólöf Kolbrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og starfaði sem almennur kennari meðfram því að stunda nám í einsöng við Tónlistarskóla Kópavogs. Þaðan lauk hún svo burtfararprófi í einsöng og fylgdi því eftir með frekara námi við Tónlistarháskólann í Vínarborg auk söngnáms á Ítalíu. Kennarar hennar hafa verið Elísabet Erlingsdóttir, Erik Werba, Helene Karusso, Lina Pagliughi og Renato Capecchi.

Ólöf Kolbrún hefur sungið á sviði Íslensku óperunnar og sviði Þjóðleikhússins yfir annan tug hlutverka, en meðal þeirra eru:

 • Valencienne (Lustige Witve),
 • Evridís (Orfeo e Euridice),
 • Nedda (Pagliaccci),
 • Mímí (La Boheme),
 • Saffí (Zigeunerbaron),
 • Violetta (La Traviata),
 • Pamína (Zauberflöte),
 • Micaela (Carmen),
 • Rosalinda (Fledermaus),
 • Leonora (Il Trovatore),
 • Aida (Aida),
 • Donna Anna (Don Giovanni),
 • Olympia (HoffmannsErzalungen),
 • Greifafrúin ( Nozze di Figaro),
 • Desdemona (Otello),
 • Tatjana (Évgeni Onegin),
 • Sieglinde (Ring des Nibelungen),
 • Madama Butterfly (Madama Butterfly).

Þessu að auki hefur verkefnaval hennar verið mjög fjölbreytt á sviði kirkjutónlistar í kantötum, messum og óratoríum. Ólöf Kolbrún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, tónleika og upptökur og haldið tónleika víða hérlendis og erlendis. Hún hefur verið kennari við Söngskólan í Reykjavík í 25 ár og er nú deildarstjóri söngdeildar skólans.

Jón Kristinn Cortez

Deildarstjóri tónfræðadeildar

Jón Kristinn Cortez lauk kennaraprófi frá Tónlistaskólanum í Reykjavík 1973 og 8. stigs prófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík…

Jón Kristinn Cortez lauk kennaraprófi frá Tónlistaskólanum í Reykjavík 1973 og 8. stigs prófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík 1986. Hann hefur starfað að tónlistarmálum síðan; sem tónmenntakennari, tónlistarkennari, kórstjóri og tónlistarútgefandi. Hann stjórnaði Kór Verzlunarskólans 1977-81, Árnesingakórnum í Reykjavík 1978-80 og Samkór Selfoss frá 1986 þar til hann tók við stjórn Þrasta 1997.

Björk L. Harðardóttir

Umsjón húsnæðis

Anna Rún Atladóttir hóf fiðlunám 6 ára og píanónám 7 ára. Hún lærði jöfnum höndum á bæði hljóðfærin og vorið 1992…

Anna Rún Atladóttir hóf fiðlunám 6 ára og píanónám 7 ára. Hún lærði jöfnum höndum á bæði hljóðfærin og vorið 1992 útskrifaðist hún með fiðlukennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þremur árum seinna lauk hún svo píanókennaraprófi frá sama skóla. Anna Rún stundaði framhaldsnám í London frá 1994, við Trinity College of Music og The London College of Music, þaðan sem hún lauk einleikaraprófi á píanó og MMus gráðu í píanómeðleik (Piano Accompaniment). Aðalkennarar hennar í London voru m.a. Carola Grindea og Geoffrey Pratley. Anna Rún hefur komið fram sem píanóleikari, fiðluleikari og meðleikari bæði með söngvurum og hljóðfæraleikurum hérlendis, í Englandi, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. Hún starfaði sem hljóðfærakennari og meðleikari í Oxford, Cambridge og London frá 1997 þar til hún flutti aftur heim til Íslands árið 2000.

Anna Rún starfar nú sem píanóleikari og raddþjálfari hjá Söngskólanum í Reykjavík og sem fiðlu- og píanókennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Hún er einnig formaður EPTA (Evrópusambands píanókennara) á Íslandi.

Bergþór Pálsson lauk B.M. og mastersgráðu frá Indiana University og leiklistarnámi frá Drama Studio London. Meðal óperuhlutverka hans má nefna…

Bergþór Pálsson lauk B.M. og mastersgráðu frá Indiana University og leiklistarnámi frá Drama Studio London. Meðal óperuhlutverka hans má nefna titilhlutverkið í Évgéní Ónégín eftir Tsjækofskí, titilhlutverkið í Don Giovanni, Almaviva greifa í Brúðkaupi Fígarós, Papagenó í Töfraflautunni og Don Alfonso íCosì fan tutte eftir Mozart, Malatesta í Don Pasquale, Enrico í Lucìa di Lammermoor og Dulcamara í Ástardrykknum eftir Donizetti, Germont í La traviata eftir Verdi, Sharpless í Madama Butterfly, Marcello í La Bohèmeeftir Puccini og Dandini í Öskubusku eftir Rossini. Bergþór hefur haldið fjölda einsöngstónleika, sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur svo og einsöng í mörgum kórverkum, t.d. í Messíasi Händels, Mattheusarpassíu, Jóhannesarpassíu og Jólaóratóríu Bachs, Sköpuninni og Árstíðunum eftir Haydn, Sálumessu Mozarts og Elíaeftir Mendelssohn.

Bergþór söng hlutverk Monterone í Rigoletto hjá Íslensku óperunni haustið 2010 og hlutverk Benoît og Alcindoro í La Bohème vorið 2012. Í vetur hefur hann farið með hlutverk barónsins í Jeppa á Fjalli í uppfærslu Borgarleikhússins.

[Tekið af heimasíðu Íslensku óperunnar]

Egill lauk 8.stigi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008.  Þaðan lá leiðin til Berlínar þar sem hann…

Egill lauk 8.stigi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008.  Þaðan lá leiðin til Berlínar þar sem hann bjó og starfaði sem óperu söngvari.  Hann tók þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach.  Í kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti,  Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín.  Egill var fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Meðal hlutverka sem hann hefur sungið: Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og Herzog(Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das Liebesverbot), Bobby(Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua(Rigoletto), Governor/Vanderdendur/Prince Ragotski(Candide), Alfred(Die Fledermaus), Adam(Der Vogelhändler) og fleiri.

Egill hefur ferðast víða til að læra hjá bestu kennurum sem völ er á eins og David L. Jones í New York,  Janet Williams,  Prof.Edwin Scholz og Prof. Wolfgang Millgramm í Berlín.  Að auki hefur hann sótt einkaatíma hjá: Johan Botha, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer-Topsöe og Kiri Te Kanawa.  Meðal stjórnenda sem hann hefur unnið með og sótt tíma hjá eru: Martin Fischer-Dieskau, Kevin McCutcheon, Howard Griffiths og Frank Strobel svo einhverjir séu nefndir.

Egill hefur auk þess lokið 4 ára námi í kennslu og söngtækni við David Jones Voice Studio í New York, og er að ljúka námi til kennsluréttinda hjá Associated Board of the Royal Schools of Music.

Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari hóf píanónám sitt í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkennari hennar. Hún  lærði síðan…

Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari hóf píanónám sitt í Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkennari hennar. Hún  lærði síðan í Tónlistarháskólanum í München og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi. Að námi loknu settist hún að í Reykjavík og hóf störf við kennslu og píanóleik. Hún fór fljótlega að leika með söngvurum og hefur það verið aðalstarf hennar síðan, sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík og með kórum og söngvurum á tónleikum heima og erlendis.

Hrönn Þráinsdóttir nam píanóleik hjá Erlu Stefánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún fór…

Hrönn Þráinsdóttir nam píanóleik hjá Erlu Stefánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms við Staatliche Hochschule für Musik í Freiburg og lauk þaðan diplóma kennaraprófi vorið 2004 og tók meðleik við ljóðasöng sem aukafag. Kennarar hennar voru Dr. Tibor Szász í píanóleik og Hans Peter Müller við ljóðasöngdeild. Að því loknu nam hún við ljóðasöngdeild Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart undir handleiðslu Cornelis Witthoefft og lauk sérhæfðu diplóma sumarið 2007.

Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og á Íslandi, sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Hún er meðlimur kammersveitarinnar Ísafold og hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik, Við Djúpið á Ísafirði, Myrkir músíkdagar og Berjadagar á Ólafsfirði. Hrönn kennir við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík.

– – – – –

Pianist Hrönn Þráinsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 and continued her studies in Germany at the Staatliche Hochschule für Musik in Freiburg where her principal teachers were Prof. Dr. Tibor Szász and Hans-Peter Müller professor of lyrics. She graduated in 2004 with a diploma in music performance, lied-accompaniment and music education. She moved to Stuttgart to study with Professor Cornelis Witthoefft at the Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst and received her Master’s degree from the faculty of lyrics in 2007.

Hrönn has given concerts and accompanied singers in Iceland as well as on the Continent. She performs contemporary music, e.g. at the Young Nordic Music Festival and as a member of the Ísafold Chamber Orchestra in Reykjavík. She teaches at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Reykjavík College of Music.

Píanóleikari lauk lokaprófi við Tónlistarskólann á Akureyri og stundaði eftir það nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Southern Illinois University og…

Píanóleikari lauk lokaprófi við Tónlistarskólann á Akureyri og stundaði eftir það nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Southern Illinois University og St. Louis Conservatory of Music í Bandaríkjunum. Meðal helstu kennara hans má nefna Philip Jenkins, Margréti Eiríksdóttur, Ruth Slenczynska og Joseph Kalichstein.

Eftir að námi lauk kenndi Kristinn við Tónlistarskólann á Akureyri til 1990 en þá gerðist hann skólastjóri og kennari við Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins í Reykjavík.
Árið 1998 stofnaði hann ásamt fleirum Allegro Suzukitónlistarskólann í Reykjavík og hefur starfað þar síðan.

Kristinn Örn var einnig um árabil meðleikari við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann lék iðulega með útskriftarnemum. Hann starfaði sem skólastjóri við Tónskóla Þjóðkirkjunnar frá 2002-2006 en frá hausti 2006 var hann ráðinn í fullt starf sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík.

Kristinn Örn hlaut starfslaun listamanna 1996, gaf út hljómdiskinn Píanólögin okkar ári síðar og bókina Suzuki tónlistaruppeldi 1998. Hann hefur komið víða fram á tónleikum með ýmsum hljóðfæraleikurum og söngvurum, leikið inn á hljómdiska og tekið upp fyrir útvarp.

Krystyna Cortes

Píanóleikari

Sibylle Köll

Söngkennari og sviðshreyfingar

Nám Sibylle Köll stundaði ballett- og tónlistarnám frá sex ára aldri í heimalandi sínu, Austurríki. Hún stundaði dansnám við Hogeschool…

Nám

Sibylle Köll stundaði ballett- og tónlistarnám frá sex ára aldri í heimalandi sínu, Austurríki. Hún stundaði dansnám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem í Hollandi. Hún stundaði söngnám við Royal Conservatory The Hague í Hollandi og Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan bæði einsöngvaraprófi og söngkennaraprófi.


Söngur

Sibylle hefur starfað sem kennari í söngtækni og sviðslistum við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur víða komið fram sem einsöngvari, m.a. í Íslensku óperunni, með Óperukórnum og við ýmsar kirkjulegar athafnir og tónleika.


Dans

Sibylle hefur einnig unnið með Íslenska dansflokknum og kennt nútímajazz og ballet.


Leikstjórn og kóreógrafía

Hún hefur unnið að sviðsetningum með Nemendaóperu Söngskólans, bæði sem danshöfundur og leikstjóri.

Signý stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám í söng við Universität für Musik und…

Signý stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám í söng við Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín þar sem hún lagði jöfnum höndum stund á óperu-, ljóða- og kirkjutónlist og lauk þaðan Diplomprófi vorið 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum Íslensku Óperunnar og Þjóðleikhússins. Hún hefur frumflutt íslenska óperutónlist, m.a. Tunglskinseyjuna eftir Atla Heimi Sveinsson í Peking 1997. Signý hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur og haldið fjölda einsöngstónleika ásamt því að flytja samtímatónlist og þar á meðal tónverk sem hafa sérstaklega verið samin fyrir hana. Signý hefur verið gestur á fjölmörgum tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis.

Violeta Soffía Smid

Píanó og tónheyrn

Viðar Gunnarsson stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans og síðar framhaldsnám hjá dr. Folke…

Viðar Gunnarsson stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans og síðar framhaldsnám hjá dr. Folke Sällström í Stokkhólmi á árunum 1981 til 1984. Viðar var ráðinn óperusöngvari við Kammeróperuna og Schönbrunner Schloßtheater í Vínarborg 1989-1990 og var fastráðinn við Ríkisleikhúsið í Wiesbaden á árunum 1990 til 1995.  Auk þess hefur Viðar komið fram í óperuhúsum víða um heim ásamt því að syngja reglulega við Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna.  Á ferli sínum hefur Viðar komið fram í óperuhúsum s.s. í Ríkisóperunni í Berlín, Bonn, Essen, Mannheim, Frankfurt, Stuttgart, Wiesbaden, Kassel, Dortmund, Genf, Bern, Vínarborg, Bregenz, Prag, Tel Aviv og Seoul í Suður-Kóreu.

Viðar hefur á sínum ferli sungið flest öll helstu bassahlutverk óperubókmenntanna en eftir að Viðar flutti heim frá Þýskalandi árið 2011, hefur hann verið mjög virkur m.a. hefur hann tekið reglulega þátt í uppfærlsum Íslensku Óperunnar í Hörpu en nú núverið tók hann þátt í flutningi á óperunni Ragnheiði en þar fór hann með hlutverk Brynjólfs biskups.  Viðar hefur verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig tilnefndur til Grímunnar, Íslensku Sviðlistaverðlaunanna.