Hlutverk Söngskólans í Reykjavík er…
  • ..að veita kennslu í söng og staðgóða almenna tónlistarmenntun
  • ..að sérmennta og útskrifa einsöngvara og söngkennara

Margir af nemendum Söngskólans hafa skapað sér stóran sess í söngvaraheiminum s.s. Kristinn Sigmundsson, Garðar Thór Cortes og Þóra Einarsdóttir eru dæmi um það.  Einnig hafa margir af okkar þekktustu söngvurum í rytmíska heiminum stundað nám við Söngskólann og má þar nefna Emiliönu Torrini, Eivöru Pálsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, Sigríði Thorlacius og Svavar Knút.

 

Skólastjóri Söngskólans er Garðar Cortes

Frá árinu 1973 hafa á fjórða þúsund nemendur stundað nám við skólann;  355 hafa lokið framhaldsprófi (lokaprófi úr almennri deild).  Einnig hefur skólinn útskrifað samtals 202 nemendur með háskólagráður í einsöng og/eða söngkennslu.

Skólinn hefur frá upphafi verið í prófasambandi við Konunglegu tónlistarskólana í Bretlandi “The Associated Board of the Royal Schools of Music”.  Öll lokapróf frá skólanum hafa verið tekin í samvinnu við ABRSM, prófdómarar frá þeim dæmt prófin og nemendur hlotið prófskírteini sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, auk þess sem nemendum sem skara fram úr er boðið að sækja um alþjóðlega styrki ABRSM, til náms við Tónlistarháskóla sambandsins í Bretlandi.

Innritun er hafin fyrir skólaárið 2020 - 2021. Nemendur sem hafa í hyggju að halda áfram námi næsta skólaár eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst. Nýjum nemendum er bent á að skrá sig á https://rafraen.reykjavik.is/ - Einnig er hægt að hafa samband við Soffíu Bjarnleifsdóttur í síma 661 7058