Næstu námskeið
Næsta námskeið, nr. 3 hefst 11. janúar 2021. Námskeið nr. 4 hefst 1. mars 2021
Vegna Covid 19
Við gætum þess að uppfylla allar kröfur Þórólfs og Víðis. En án gamans þá munum við gæta allra þeirra reglna sem settar hafa verið og gætum tveggja metra reglunnar í söngkennslunni og gætum í hvívetna fjarlægðarmarka í hópkennslu. Þar sem fjarlægðarmörk verður ekki hægt að uppfylla, munum við nota sóttvarnargrímur.
7 vikna söngnámskeið eru opin öllum – ekkert inntökupróf
Námskeiðin eru opin öllum og standa yfir í 7 vikur
Söngtækni / túlkun
30 mín söngur – einkatímar, í samráði við kennara
Söngkennarar Söngskólans: Egill Árni Pálsson, Harpa Harðardóttir, Garðar Thór Cortes, Íris Erlingsdóttir, Kristín R. Sigurðardóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sibylle Köll, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Viðar Gunnarson
Tónfræði
45 mín tónfræði byrjendur – mánudaga kl. 18.00 og / eða 45 mín tónfræði framhald – mánudaga kl. 18.45
Kennari: Elfa Dröfn Stefánsdóttir
Söngtúlkun / Framkoma
Tvisvar á námskeiðinu á fimmtudögum frá kl. 16.30
Söngur/túlkun m. píanóundirleik – allur hópurinn 1,5 – 2,0 klst. – tímalengd fer eftir fjölda
Umsjón Signý Sæmundsdóttir og Elín Guðmundsdóttir píanóleikari
Söngumsögn / Tónleikar
Námskeiðum lýkur með söngumsöng og tónleikum
Reglan er: Allir taka þátt, en þeir nemendur sem sótt hafa tvö námskeið eða fleiri fá söngumsögn og syngja einsöng á tónleikunum
Námskeiðsgjald
- Byrjendanámskeið: kr. 56.000 (Öll námsgögngögn innifalin)
- Framhaldsnámskeið: kr. 49.000