Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

360 398 Söngskólinn í Reykjavík
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir lauk söng- og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þaðan lá leiðin til Englands þar sem hún nam við Royal College of Music í London, þar lauk hún óperudeild, Artist Diploma og meistaragráðu með alþjóðlegum kennsluréttindum. 
Sigríður Ósk syngur reglulega í óperum, óratoríum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis.  Hún hefur sungið yfir tuttugu óperuhlutverk m. a. Nunna í Love and Other Demons eftir Peter Eötvös undir stjórn Vladimir Yurovsky hjá Glyndebourne Óperunni, hlutverk í Jakob Lenz eftir Wolfang Rihm með English National Opera, Waltraute í Valkyrjunum með LidalNorth-Norske Opera, Arcane í Teseo  með English Touring Opera, Arbate í Mitridate með Classical Opera Company,  Rosinu í Rakaranum frá Sevilla og þriðju dömu í Töfraflautunni með Íslensku Óperunni.
Sigríður Ósk er meðlimur í barokk-bandinu Symphonia Angelica þar sem hún er listrænn stjórnandi ásamt Sigurði Halldórssyni sellóleikara.  
Sigríður Ósk var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2016 fyrir hlutverk Rosinu og fyrir hlutverk í óratoríunni Salómon sem flutt var á Krikjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Hún var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2017 fyrir flutning á kantötunni Lucreziu eftir Handel sem flutt var á Listahátíð í Reykjavík 2016 ásamt Symphonia Angleica.  Árið 2018 var Sigríður Ósk tilnefnd til tónlistarverðlaunanna fyrir kúnspásutónleikana Amoríos þar sem hún kom fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara hjá Íslensku Óperunni.
Sigríður Ósk hefur sungið í virtum tónleikasölum eins og Royal Albert Hall, Kings place og Cadogan Hall í London, þar söng hún ásamt Dame Emma Kirkby en tónleikunum var útvarpað á Classic FM. Hún söng einnig í beinni útsendingu á BBC 3 fyrir hönd the Classical Opera Company. Söng Sigríðar má heyra á geisladiski “Engel Lund’s Book of Folksongs” sem gefinn var út af Nimbus Records. Sigríður Ósk kom fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Klassíkin okkar árið 2016 og 2017.  
Heimasíða: www.sigridurosk.com
Skólasetning verður 25. ágúst kl. 18:00. - Kennsla hefst skv. stundaskrá 30. ágúst