Archives

Tónleikar – Dagur íslenskrar tungu

2560 1920 Söngskólinn í Reykjavík

Í tengslum við dag íslenskrar tungu, sem er þ. 16. nóv., halda nemendur Ljóða- og aríudeildar Söngskólans tónleika í sal skólans að Laufásvegi 49 – 51 þ. 13. nóv. nk. kl. 18:00 Eins og sumir hafa kannski þegar rekið augun í þá verða þessir tónleikar svolítið þjóðlegir (Lopapeysulegir) en íslensk tónlist verður í öndvegi.

Ekki fylgdi sögunni hvað olli þessari undrun nemenda.

Vortónleikar Ungdeilda Söngskólans í Reykjavík

640 480 Söngskólinn í Reykjavík

Ungdeild SR fagnar vorinu og flytur söngsyrpu úr vinsælum Disney myndum  og stytta útgáfu af Ávaxtakörfunni með leikrænum tilburðum, ásamt völdum lögum úr öllum áttum undir stjórn Hörpu Harðardóttur, Sibylle Köll og Sigurðar Helga Oddsonar píanóleikara. Tónleikarnir verða í Aðventkirkjunni að Ingólfsstræti 19, 101 Reykjavík þ. 11. apríl kl. 17:00

Söngvarar eru nemendur í Ungdeildum Söngskólans:

Anna Dagbjört Guðmundsdóttir, Árdís Freyja Sigríðardóttir, Christelle Guðrún Skúladóttir, Finnbjörn Hjartarson, Freydís Helgadótti, Gabríela Snædís Björg Di Dino, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Iðunn Ólöf Berndsen, Ingunn Anna Hreiðarsdóttir, Jana Guðrún J.T.Maillard, Karen Óttarsdóttir, Karl Jóhann Stefánsson, Kolbrá Kría Birgisdóttir,  Kristín Anna Jónsdóttir, Kristín Ísafold Traustadóttir, Leela Linn Arni Stefánsdóttir, Lovísa Rán Örvarsdóttir Thorarensen, Ragnheiður Milla Sveinsdóttir, Saga Karolin Szabó, Sara Guðnadóttir, Sara Isabel Gunnlaugsdóttir, Sólrún Sigurjónsdóttir, Sólveig Guðrún Guðjónsdóttir, Ugne Jankute, Victoria Rán Bergmann Garðarsdóttir

Myndin er úr myndasafni skólans
Myndin er úr myndasafni Söngskólans í Reykjavík

Tónleikar til heiðurs Jóni Ásgeirssyni

820 312 Söngskólinn í Reykjavík

Shakespeare í Hörpu

1600 500 Söngskólinn í Reykjavík

Tónleikar – Harpa Ósk

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Harpa Ósk Björnsdóttir sópran
Kristinn Örn Kristinsson píanó

Tónleikar þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í Langholtskirkju.
Harpa Ósk er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur

Gestir:
Jara Hilmarsdóttir mezzo-sópran
Josef Lund Josefsen tenór
Pétur Úlfarsson fiðla
Graduale Nobili
Hópur samnemenda Hörpu úr Söngskólanum í Reykjavík

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis! Skálað verður eftir tónleikana.

Um Hörpu Ósk:
Harpa Ósk Björnsdóttir sópran er fædd 1994 í Kópavogi. Hún hóf að læra á píanó 4urra ára, hjá Kristni Erni Kristinssyni og hóf söngnám 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur. Haustið 2012 hóf Harpa nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hefur Kristinn Örn verið meðleikari hennar alla tíð. Kórar hafa leikið stórt hlutverk í lífi Hörpu og í dag syngur hún í Graduale Nobili, sem Jón Stefánsson stjórnaði frá upphafi, en er nú undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

Harpa Ósk söng hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni eftir Mozart í uppfærslu  Nemendaóperu Söngskólans, í Hörpu, vorið 2017.  Hún söng fyrir rödd aðalpersónu kvikmyndarinnar Þrestir, og  sl. sumar tók hún þátt í master class, í Austurríki, undir leiðsögn Ulrike Sych, rektors Tónlistarháskólans í Vínarborg.

Harpa lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík og nemur nú rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, samhliða söngnáminu. Hún hlaut nýlega styrk til að vinna að 10 vikna rannsóknarverkefni í sumar við California Institute of Technology, Caltech, í Los Angeles. Þar mun hún rannsaka ígræðanlegar nanórafrásir og möguleikann á að láta rafrásir ganga fyrir glúkósa í blóði.

Í júní mun Harpa koma fram á þrennum tónleikum með Josef Lund Josefson, í Nuuk í Grænlandi.

Tónleikar – Guðný Guðmundsdóttir

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Guðný Guðmundsdóttir sópran
Hrönn Þráinsdóttir píanó

Tónleikar í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík
Guðný er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur

Gestir:
Halldóra Ósk Helgadóttir sópran
Pétur Úlfarsson tenór

Um Guðný:
Guðný Guðmundsdóttir fæddist árið 1996. Hún útskrifaðist sem stúdent af málabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 2016, og samhliða náminu var hún einnig í Kór MH hjá Þorgerði Ingólfsdóttur. Guðný byrjaði í Stúlknakór Reykjavíkur hjá Margréti J. Pálmadóttur aðeins 5 ára gömul og fór þaðan í söngnám í tónskólanum Domus Vox undir leiðsögn Hönnu Bjarkar Guðjónsdóttur og Antoniu Hevesi og lauk þaðan miðprófi vorið 2014. Haustið 2015 hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Ólöfu Kolbrúnu Harðadóttur og Hrönn Þráinsdóttur og lauk þaðan Framhaldsprófi vorið 2017 og stefnir á Burtfarapróf vorið 2019. Einnig hefur hún stundað píanónám hjá Violetu Soffiu Smid og Önnu Rún Atladóttur og hefur lokið 2. Stigi undir leiðsögn Violetu og stefnir á 3. Stig með Önnu sér við hlið. Guðný hefur farið með hlutverk 1. Drengs í uppsetningu Söngskólans á Töfraflautunni eftir Mozart á síðasta skólaári, og nú síðast fór hún með hlutverk þernunnar Adele í Leðurblökunni eftir Strauss.

 

Burtfararprófstónleikar Hans Martins

784 295 Söngskólinn í Reykjavík
Burtfararprófstónleikar í Snorrabúð, sunnudaginn 13. maí 2018 kl. 16:00

Hans Martin Hammer bass baritón
Hólmfríður Sigurðardóttir píanó
Skúli þór Jónasson knéfiðla

Hans er nemandi Viðars Gunnarssonar. Allir velkomnir og frítt inn

 
Um Hans:
Hans Martin Hammer bass baritón er fæddur í Ósló árið 1992 og hefur fengist við tónlist frá barnsaldri; hóf gítarnám 12 ára gamall og á menntaskólaárunum í Alta hóf hann nám á klassískan gítar og síðar bassagítar. Hann spilaði í ýmsum hlómsveitum og tók m.a. þátt í uppsetningum á Christmas Charol eftir Charles Dickens og Vesalingunum og Miss Saigon eftir Claude-Michel Schönberg. Árið 2011 hóf hann söngnám hjá Njål Thorud við Toneheim tónlistarskólann. Þar tók hann einnig þátt í ýmsum skólauppfærslum m.a. söng hann hlutverk Falstaffs í samnefndri óperu Verds í styttri útgáfu. Árið 2013 kom Hans Martin til Íslands til að stunda nám við Söngskolann í Reykjavík, þar sem Viðar Gunnarsson og Hólmfríður Sigurðardóttir hafa verið hans aðalkennarar. Hann hefur sungið með ýmsum kórum hér á landi, m.a. Óperukórnum undir stjórn Garðars Cortes, Langholtskórnum undir stjórn Jóns Stefánssonar og Steins Loga Helgasonar og einnig Karlakór Grafarvogs, undir stjórn Írisar Erlingsdóttur og þar hefur hann einnig komið fram sem einsöngvari. Hans hefur tvisvar sinnum tekið þátt í uppsetningu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík. Vorið 2016 fór hann með hlutverk Standklukkunnar í Töfraheimi Prakkarans eftir Ravel, í Kaldalóni, Hörpu. Vorið 2017 söng hann hlutverk Annars varðarins í Töfraflautunni eftir Mozart, í Norðurljósasal, Hörpu.

Kveðjutónleikar Péturs

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Pétur Úlfarsson tenór og fiðluleikari
Kristinn Örn Kristinsson, píanó
Hrönn Þráinsdóttir, píanó

Tónleikarnir fara fram í Salnum Kópavogi og eru kveðjutónleikar Péturs í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og í fiðluleik frá Menntaskóla í tónlist.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Pétur er söngnemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og fiðlunemandi Ara Þórs Vilhjálmssonar og Auðar Hafsteinsdóttur

Gestir sem fram koma á tónleikunum:
Birgir Stefánsson, tenór
Halldóra Ósk Helgadóttir, sópran
Einar Dagur Jónsson, tenór
Hjalti Nordal, píanó
Laufey Lin Jónsdóttir, söngur
Birkir Örn Hafsteinsson, klarínett
Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet, píanó

Um Pétur:
Pétur Úlfarsson er fæddur 1999 og hóf tónlistarnám sitt þriggja ára gamall við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann lærði á fiðlu hjá Mary Campbell. Leið hans lá síðan í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hann hélt fiðlunáminu áfram hjá Ara Vilhjálmssyn. Hann var síðan nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur frá 2012 til ársins 2017. Í dag er hann nemandi Ara Þórs Vilhjálmssonar og Auðar Hafsteinsdóttur. Pétur stundaði einnig píanónám í 4 ár m.a. hjá Jónasi Sen og Svönu Víkingsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Tíu ára gamall, vann hann til Nótuverðlauna fyrir Suzukitónlistarskólann með einleik á fiðlu. Pétur hefur spilað með Ungfóníu og Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og var konsertmeistari Ungsveitarinnar árið 2015. Hann hefur sótt fjölda fiðlunámskeiða, m.a. í Frakklandi, Bretlandi, Póllandi og í Bandaríkjunum. Þá hefur hann spilað í masterklass fyrir og/eða sótt tíma hjá Midori, Christian Tetzlaff, Mimi Zweig, Sigurbirni Bernhardssyni, Simin Ganatra og fleirum. Pétur lauk framhaldsprófi í fiðluleik í nóvember 2016.

Pétur hóf að syngja með Drengjakór Reykjavíkur sjö ára gamall, og söng með kórnum í fjögur ár. Hann hóf söngnám sitt við Söngskólann í Reykjavík haustið 2009, fyrst hjá Garðari Thor Cortes en hefur verið nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur frá því 2012. Pétur hefur sungið í þremur uppfærslum hjá Íslensku Óperunni í Hörpu, en hann var valinn til að syngja hlutverk fyrsta anda í Töfraflautunni árið 2011. En það mun vera í fyrsta skipti sem drengur syngur hlutverkið hjá ÍÓ. Hann söng síðan með barnakórnum í uppsetningu ÍÓ á La Bohéme árið 2012 og Carmen árið 2013.
Pétur var valinn til að syngja einsöng, Chichester Psalms, með Sinfóníuhljómsveit Íslands í janúar 2013 – sem hann hlaut einróma lof fyrir. Fyrir jólin það sama ár var hann sérstakur gestur á Jólagestum Björgvins þar sem hann söng dúett með Gissuri Páli.

Pétur hefur sótt söngnámskeið erlendis og unnið til verðlauna í alþjóðlegum keppnum bæði sem söngvari sem og fiðluleikari. Í mars á þessu ári kom hann fram í Carnegie Hall í New York í kjölfar sigurs í alþjóðlegri tónlistarkeppni. Þá söng hann einnig hlutverk Eisenstein í uppfærslu nemendaóperu Söngskólans á Leðurblökunni í mars á þessu ári. Pétur lauk framhaldsprófi í söng í maí 2017 og hlaut þá bæði hæstu einkunn í framhaldsprófi sem og hæstu einkunn skólans.
Í haust liggur leið Péturs til Bandaríkjanna í háskólanám í tónlist.

Nemendatónleikar

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Lokatónleikar söngnámskeiða

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Í gær, þriðjudaginn 12. desember, voru lokatónleikar söngnámskeiða hér við skólann.

Efnisskráin var fjölbreytt. Tónleikarnir byrjuðu á samsöngsatriði þar sem allir þátttakendur námskeiðanna sungu saman þjóðlag í útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Eftir það sungu þeir nemendur, hver á eftir öðrum, sem treysti sér til að syngja einsöng. Ólöf Kolbrún Harðardóttir gaf skriflega umsögn handa þeim sem veganesti inní framtíðina ef þau vilja enn bæta sig í söng og framkomu. Í lokin var fjöldasöngur, þar sem allir voru hvattir til að syngja með. Það var jólalegt andrúmsloft á tónleikunum og flottur hópur söngvara sem söng. Við vonumst til að heyra í þeim aftur á komandi ári og í framtíðinni.

Íris Erlingsdóttir söngkennari og Elín Guðmundsdóttir píanóleikari höfðu umsjón með tónleikunum. Við þökkum þeim fyrir gott starf og fallega vinnu.

Söngnámskeið eru í boði fyrir áhugafólk í söng á öllum aldri, þar sem farið er í söngtækni, túlkun, framkomu og tónfræði. Hvert söngnámskeið tekur 7 vikur, nánar hér. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 552 7366